22.5.2009 | 12:25
VARÚÐ! "Yfirvofandi ..."
"Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, ræddu yfirvofandi umsókn Íslendinga um aðild að Evrópusambandinu í tengslum við fund EES-ráðsins í Brussel í vikunni." Þannig hefst frétt á bls. 8 í Fréttablaðinu í gær.
Yfirvofandi merkir: Eitthvað sem vofir yfir, er hætta á að gerist, ógnandi, haft um e-ð illt eða neikvætt.
Þarna hittir Fréttablaðið naglann á höfuðið. "Við megum ekki láta hagsmuni fárra víkja fyrir hagsmunum margra" sagði forsætisráðherra í sjálfri stefnuræðunni. Ég hélt að það hlytu að vera mismæli en í ljós kom að ræðan var rétt lesin samkvæmt handriti.
Eins og allir vita fara handrit ekki frá Samfylkingunni nema vel lesin, þess vegna þurfti yfirvofandi þingsályktunartillaga um umsókn um ESB-aðild að vera trúnaðarmál um daginn. Það átti eftir að lesa próförk.
Hver er hinn fámenni forréttindahópur sem Samfylkingin vinnur fyrir? Það mun tíminn leiða í ljós, en það er ekki íslenskur almenningur. Orð fyrrum formanns fylkingarinnar "þið eruð ekki þjóðin" eru komin í skýrara samhengi núna.
Athugasemdir
Þakka þér Haraldur að draga þetta fram, við ESB andstæðingar ættum að framleiða boli með frægum "tilvitnunum" þeirra. Það gæti gefið okkur einhverjar krónur uppí áróður á móti peningaaustrinum í "Sammála.is"
Sigurbjörn Svavarsson, 22.5.2009 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.