19.5.2009 | 15:01
Trúarjátning Samfylkingarinnar
"Ég met það svo að það sé meirihluti fyrir því að það verði farið í aðildarumsókn ..."
"Bara það að sækja um aðild tel ég að muni færa okkur í átt til stöðugleikans ..."
"... það eitt að sækja um held ég að muni strax styrkja okkur ..."
"... síðan fer hún til afgreiðslu í sérstakri Evrópunefnd, væntanlega, og fer svo til umsagnar ..."
Þetta eru nokkrar tilvitnanir í svör forsætisráðherra í fréttinni.
Stefnt er að því að afgreiða tillöguna á þessu þingi.
Ég held að ég meti það svo að væntanlega megi telja ...
Hér þarf enga fullvissu, bara efast aldrei um trúarjátningu Samfylkingarinnar:
Ég trúi á fyrningu kvótans, upptöku evru og e-ess-bjé. Amen!
„Þjóðin viti hvað er í boði“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég vona að þú sért ekki að segja þetta og að þetta séu tilvitnanir já eins og þú segir. Þétta eru váorð í mínum huga og að sækja um er að rétta þeim litla putta síðan draga þeir okkur alla inn í lygavef sinn. Hreinsum okkur frá ESB og öllu EFTA og ESS þeir eru ólukka okkar.
Valdimar Samúelsson, 19.5.2009 kl. 15:20
Hefði það ekki verið svolítið hrokafullt að svara með fullyrðingum um
hluti sem ekki er vitað um? Jóhanna sér ekki inn í framtíðina
frekar en aðrar mannlegar verur.
Hefði þér hugnast betur eitthvað á þessa leið?
"Ég lofa ykkur að það sé meirihluti fyrir því að það verði farið í aðildarumsókn ..."
"Bara það að sækja um aðild er fullvíst að muni færa okkur í átt til stöðugleikans ..."
"... það eitt að sækja um er gulltryggt að muni strax styrkja okkur ..."
"... síðan fer hún til afgreiðslu í sérstakri Evrópunefnd, án nokkurs vafa og fer svo til umsagnar ..."
Páll Blöndal, 19.5.2009 kl. 22:31
Þetta er sikk heldur þú Páll að það eigi að vera metnaður einhverra aðila í þjóðfélaginu að gefa land og þjóð til annarra til umráða. Veistu hve stór landgrunnurinn er. Veistu um öll auðæfin sem tilheyra okkur. Myndir þú gefa einhverjum heimili þitt. myndir þú vilja kljúfa þjóðina bara til að sanna að ESB er betra. Höfum við það svo slæmt. Páll er það slæmt að búa á Íslandi.???
Valdimar Samúelsson, 19.5.2009 kl. 22:56
Valdimar
1983-4 voru heimilin tekin af fólki.
Já misgengið ef þú manst eftir því.
Þáverandi ríkisstjórn Steingríms Herm. og Geirs Hallgrímssonar F&D
Þá voru engin gengislán. Þá var því lofað að heimilum yrði bjargað.
Þeim var EKKI bjargað.
Með svikum og prettum sömu flokka við einkavæðingu bankanna og
útrásarvíkinganna undanfarinn áratug er enn stærri vandi og enn
er okkur lofað öllu fögru.
En heimilum verður EKKI bjargað.
Margir eru að upplifa sömu hlutina í annað sinn.
Já, því miður held ég að íslenskum ráðamönnum og lykilmönnum í fjármálageira og atvinnulífi hér sé alls ekki treystandi.
Við erum svolítð eins barn sem misnotað hefur
verið af heimilisföðurnum.
Páll Blöndal, 20.5.2009 kl. 00:07
Þetta er bara svo innantómt fálm hjá henni Jóhönnu og það er soglegt að forsætisráðherra þjóðarinnar sé jafn ráðalaus og raun ber vitni.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 00:12
Sælir allir og takk fyrir innlitið og athugasemdirnar.
Páll: Varðandi fyrri athugasemd þína, þá er þessi færsla skrifuð í ljósi þess sem á undan er gengið, þó ég taki það ekki fram. Ítrekað eru mál sett þannig fram að það sé ekki skýr hugmynd í neinu máli.
Markmið ríkisstjórnarinnar er kallað "þjóðarsátt um stöðugleikasáttmála" sem segir flestum lítið og í sáttmála flokkanna kemur "áætlun" fyrir 40 eða 50 sinnum.
Þegar Fréttablaðið lagði 24 spurningar fyrir leiðtoga flokkanna rétt fyrir kosningar svaraði Jóhanna öllu með "já, ef í ljós kemur" eða "já, ef það reynist hagkvæmt" en engin hrein og bein svör nema um inngöngu í ESB og upptöku evru.
Í fyrsta þætti sínum í Kastljósi, sem nýr forsætisráðherra í febrúar, svaraði Jóhanna 18 sinnum með "við munum skoða" eða"það verður skoðað". Öllum spurningunum nema um að skipta um seðlabankastjóra.
Þetta er punkturinn. Skortur á ákveðinni stefnu, skýrum skilaboðum og einhverju sem kjósendum þykir áþreifanlegt. Ekki slá í og úr um alla hluti endalaust. Ekki tala eins og allt sé óráðið og í lausu lofti.
Ef þú hefur séð fréttafundinn sem Obama hélt um aðgerðir gegn skattsvikurum, þá var það skóabókardæmi um hvernig leiðtogar eiga að tala til þjóðar sinnar. Ég geri ekki kröfu um að íslenskur forsætisráðherra sé jafnoki hans, en það er til millivegur.
Haraldur Hansson, 20.5.2009 kl. 09:34
Nei trúarjátning jafnaðarmanna er ekki svona einföld. Ef það er eitthvað til sem heitir trúarjatning jafnaðarmanna þá væri það Frelsi, Jafnrétti og Bræðralag og grunn hugsunin að jafnt skuli yfir alla ganga.
Síðan eru Jante-lögin norrænu ágætur vegvísir líka, en þau eru líkari boðorðum.
1. Þú skalt ekki halda að þú sért eitthvað.
2. Þú skalt ekki halda að þú sért jafngóður og við hin.
3. Þú skalt ekki halda að þú sért sniðugari heldur en við hin.
4. Þú skalt ekki ímynda þér að þú sért betri en við hin.
5. Þú skalt ekki halda að þú vitir meira en við hin.
6. Þú skal ekki halda að þú sért mikilvægari en við hin.
7. Þú skalt ekki halda að þú sért einhvers virði.
8. Þú skalt ekki hlæja að okkur.
9. Þú skalt ekki halda að nokkurn sé sama um þig.
10. Þú skalt ekki halda að þú getir kennt okkur eitthvað.
Síðan er það Samvinnuhugsjónin, það er trúarjátning margra jafnaðarmanna (Framsóknarmenn eru ekkert annað en jafnaðarmenn). Síðan er það "Stétt með stétt" slagorð og viss trúarjátning til jafnaðarstefnu Bjarna Ben, eldri. En nú eru víst jafnaðarmennirnir farnir frá sjálfstæðismönnum, svo eftir stendur gamli íhaldsflokkurinn.
Trúarjátning jafnaðarmanna er aldrei grunnhyggin, eins og hótfyndni þín, hún byggist á því að tryggja öllum góð lífsgæði.
Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 11:04
Fyrir ykkur hin, skal ég þýða þetta yfir á Íslensku. Íslenska þýðinginn er í sviga
1. Þú skalt ekki halda að þú sért eitthvað. (enda áttu ekki að hafa skoðanir)
2. Þú skalt ekki halda að þú sért jafngóður og við hin. (enda ræður flokkslínan hver er bestur, enginn má vera betri en meðaltalið)
3. Þú skalt ekki halda að þú sért sniðugari heldur en við hin (enda eru einstaklingar sem eru sniðugir gjarnir á að vilja fá meira en þeir eiga að fá miðað við þjóðfélagsstöðu)
4. Þú skalt ekki ímynda þér að þú sért betri en við hin. (enda á meðalmennskan að gilda)
5. Þú skalt ekki halda að þú vitir meira en við hin. (þú átt að mennta þig svo að við hin getum notið góðs af því, sérstaklega gamlar flugfreyjur,sérfræðingar í kynlífi fiska og sagnfræðingar)
6. Þú skal ekki halda að þú sért mikilvægari en við hin. (enda skipitir fólk engu máli, bara flokkurinn, þessu betur líst í grein 7)
7. Þú skalt ekki halda að þú sért einhvers virði (enda skaltu ekki halda að þú getur lagt þig fram til að fá meira en þín þjóðfélagsstaða segir til um)
8. Þú skalt ekki hlæja að okkur (Við sem stýrum erum ósnertanleg og langt yfir þig hafinn)
9. Þú skalt ekki halda að nokkurn sé sama um þig, (þú ert bara maur þar sem flokkurinn úthlutar gæðum í samræmi við þjóðfélgasstöðu.
10. Þú skalt ekki halda að þú getir kennt okkur eitthvað. (Mentuninn sem þú færð á að duga þér til að framfleyta þér, skoðanir um hvað má betur fara eru einungis ætlaðar þeim sem ráða, ekki þér)
Mér finnst þessi boðorð akkurat það sem okkur vantar, guðinn Jóhanna mun leiða okkur til slátrunar í ESB. Samkvæmt þessum boðorðum starfar samfylkinginn.
Viljið þið annars að ég eyði smá púðri að rifja upp líðræði í samfylkingunni?
jonthorh (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.