19.5.2009 | 09:04
Read The Fucking Manual
Að setja Ísland inn í Evrópusambandið er eins og að reyna að spila DVD disk í gamla vídeótækinu: Það gengur ekki, þó tækið sé ágætt til síns brúks.
Read the fucking manual!
Hagkerfið, atvinnuhættir, fæðingartíðni, fólksfjöldaþróun, hagvaxtarmöguleikar, aldurssamsetning, atvinnuþátttaka, auðlindir, orkan, útflutningsgreinar, staðsetningin, fjarlægðin, fámennið ... það er ekki eitt, heldur næstum allt.
Ísland er DVD. Evrópusambandið er vídeótæki.
(Um RTFM)
Hljótum að vinna saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Nýjustu færslur
- Donald og Donald ræða málin
- VARÚÐ: Hættuleg skepna í framboði
- Þegar Össur fór norður og niður
- Kjósendur slátruðu ESB trúboðinu
- Að standa undir nafni - eða skammstöfun
- Engar skoðanir kannaðar
- Þannig stjórna jafnaðarmenn
- Össur afskrifar ESB
- Viðbrögð hinna tapsáru
- Gamaldags þrætustjórnmál eru algjör lífsnauðsyn
Færsluflokkar
Bloggvinir
- einarolafsson
- vefritid
- agbjarn
- prakkarinn
- theodorn
- aevark
- kga
- skjalfandi
- tilveran-i-esb
- einarsmaeli
- brjann
- sigurjonth
- karlol
- snjolfur
- gbo
- hallurmagg
- baldvinj
- skessa
- baldher
- mitt
- kreppukallinn
- vilhjalmurarnason
- haukurn
- runirokk
- kuriguri
- jonvalurjensson
- gun
- zumann
- duddi9
- axelthor
- islandsfengur
- svavaralfred
- vidhorf
- marinogn
- graenaloppan
- icekeiko
- ksh
- heimssyn
- robertvidar
- gattin
- upplysing
- bjarnihardar
- jonarni
- thorsteinnhelgi
- astromix
- jonl
- axelaxelsson
- fun
- haddi9001
- morgunbladid
- heiddal
- athena
- skulablogg
- bofs
- raksig
- kreppuvaktin
- rafng
- himmalingur
- tibsen
- iceland
- kreppan
- postdoc
- fullvalda
- kaffistofuumraedan
- isleifur
- hvilberg
- krist
- bjarnimax
- axelpetur
- hleskogar
- socialcredit
- ieinarsson
- johannesthor
- sporttv
- valli57
- morgunblogg
- tryggvigunnarhansen
- ingagm
- helgi-sigmunds
- don
- thjodarheidur
- kuldaboli
- geiragustsson
- maggi-phil
- kristjan9
- ammadagny
- thruman
- jonoskarss
- mummij
- minnhugur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
Hver er þá lausnin?
Eigum við að halda ótrautt áfram á þeirri braut sem við höfum verið frá sambandsslitum frá Danmörku með 2000 sinnum verri stjórn á peningamálum?
Eigum við að nota krónu áfram með verðtryggingu sem er í raun tvær óskyldar myntir?
Eigum við að einangrast og hverfa 50-100 ár aftur í tímann með sjálfsþurftarbúskap, segja okkur úr Sameinuðu þjóðunum o.s.frv.?
Get svo sem verið sammála þér að sumir mála ESB full rósrauðum litum. Spurningin er bara hvernig ætlum við að komast að því hvað ESB þýðir fyrir okkur sem þjóð og einstaklinga?
Síðan legg ég til að Karþagó verði lögð í rúst!
Þrándur (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 15:36
Sæll Þrándur.
Lausnin er að vera áfram frjáls og fullvalda þjóð í eigin landi. Að nýta þá kosti sem við höfum í auðlindum til lands og sjávar. Að sigla út úr kreppunni undir eigin vélarafli. Við þurfum að gera það hvort sem er, ESB gerir það ekki fyrir okkur.
Það er engin hætta á að við förum 50-100 ár aftur í tímann og enn síður að þurfa að taka upp sjálfsþurftarbúskap. Ísland er ríkara að auðlindum en flest vestræn ríki.
Við þurfum líka að læra af reynslunni og fyrirbyggja mistök sem hafa reynst okkur dýrkeypt. Þar blandaðist saman slök efnahagsstjórn, glæpsamleg græðgi og pólitísk mistök.
Til viðbótar við náttúruauðlindirnar eigum við meiri mannauð en nokkur þjóð í Evrópusambandinu. Þá er ég ekki að segja að við séum neitt betri en merkilegri en annað fólk, alls ekki. Bara að tala um óhrekjanlegar tölur um fæðingartíðni, fólksfjölgun, aldurssamsetningu þjóðarinnar og þátttöku á vinnumarkaði. Það býr mikil orka í mannauðnum. Heilsa og menntunarstig er ekki síðri en gengur og gerist í Evrópu.
Allir innviðir eru til staðar; stjórnkerfi, menntakerfi, heilsugæsla, dómskerfi, samgöngumannvirki o.s.frv. Undirstaðan fyrir hendi. Þó að þrjátíu brjálæðingar hafi sprengt allt í loft upp á fáeinum árum er það engin afsökun fyrir því að gefast upp. Við megum ekki láta þá komast upp með slíkt skemmdarverk.Í kreppu er enginn kostur verri en að gefast upp. Það að byggja velferðarbú til Brussel og kalla á hjálp er uppgjöf. Og móðgun við kynslóðirnar sem stofnuðu lýðveldið og færðu Ísland frá örbirgð til alsnægta.
Legg svo til að þú skoðir efnahag og velferð í Danmörku og á Íslandi 1942 og 2002. Sjáðu hvað breyttist í hvoru landi á 60 árum. Kannaðu líka hvaða áhrif fjarlægt vald hafði á Nýfundalandi og hvað breyttist á 60 árum þar, 1949-2009. Það er dæmi um hvernig fer þegar slagkrafturinn hverfur með sjálfstæðinu.
Haraldur Hansson, 19.5.2009 kl. 16:29
Blessaður aftur Haraldur,
Sammála þér um margt.
Mér finnst ég heyra ákaflega misvísandi skilaboð varðandi hvað það þýðir fyrir sjálfstæðið að ganga í ESB. Get t.d. ekki séð að það komi neitt sérstaklega illa út fyrir Dani eða Finna.
Held að við þurfum einhverja aðstoð frá hinum stóra heimi. Núna höfum við AGS sem margir setja stórt spurningarmerki við.
"30 brjálæðingar" gerðu þetta ekki alveg einir. Þeir fengu dyggan stuðning frá stjórnmálamönnum og flokkum. Það er líka skrítið hvað lítið er að gerast enn. Ef smákrimmi stelur þúsundkalli úr sjoppu er víkingasveitin þegar komin á vettvang. Hér eru framin stórkostleg afbrot og menn ennþá að klóra sér í kollinum.
Annars væri gott að hafa þjóðhagsstofnun til að svara spurningum um þróun hér á móti Danmörku. Sjálfsagt fróðlegt. Líka fróðlegt að bera saman Kanada og ESB.
Held að flestir geti verið sammála um að það séu tvær tegundir starfskrafta sem við getum illa flutt út á næstu árum: Bankamenn og Stjórnmálamenn.
Ef við ætlum að þramma áfram óstuddir þarf eitthvað stórt að gerast. Ég er ekki alveg að sjá það ennþá og tíminn er ekki beint að vinna með okkur.
Þrándur (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 17:07
Sæll aftur Þrándur.
Það er rétt að 30 brjálæðingar gerðu þetta ekki einir, enda nefndi ég líka slaka efnahagsstjórn og pólitísk mistök. En þáttur fjárglæframanna er mjög þungur á metunum. Við það bætast sterkar vísbendingar um að gengið hafi verið á svig við lög síðustu 12-18 mánuði fyrir hrun.
En hvað er "aðstoð" frá hinum stóra heimi?
Settu þessi átta orð saman í skál og hristu þau saman:
Ísland, Bretland, Brown, aðstoð, ESB, IceSave, AGS og uppgjöf.
Hvað dettur plúsmegin og hvað í mínus. "There is no such thing as a free meal" segja þeir. Ég sleppi viljandi fiski og öðrum auðlindum í upptalningunni.
Ef staða Íslands er vonlaus og skuldirnar okkur ofviða þarf að finna lausn á því erfiða máli. Skuldbreytingar, afskriftir og önnur ráð. Innganga í Evrópusambandið lækkar ekki skuldirnar og upptaka nýs gjaldmiðils ekki heldur. Þær hverfa ekki.
Þær þjóðir sem besta möguleika eiga á að vinna sig út úr kreppunni eru þær sem geta framleitt vörur til útflutnings og hafa eigin gjaldmiðil. Sem hrávöruframleiðandi stöndum við vel í þeim efnum. Og ég held að við eigum meiri möguleika á að vinna þetta upp á eigin spýtur en með "stuðningi" frá hinum stóra heimi.
Uppskriftin er til:
Halda uppi vinnu, framleiða verðmæti, afla tekna og eyða ekki um efni fram.
Kannaðu betur stöðu Dana og Finna. Í mörg ár hefur hagvöxtur í Danmörku verið einn sá minnsti í OECD ríkjunum. Þeir hafa ekki eigin gjaldmiðil nema að nafninu til, danska krónan er bara evra þýdd á dönsku.
Finnar kvarta yfir að evran skaði samkeppnisstöðu þeirra gagnvart Svíum í skógrækt og timburútflutningi. Svíarnir með krónuna sína hirði nú allan markaðinn.
Hvað varðar sjálfstæðið þá yrðum við ekki vör við mikinn mun fyrstu árin. Kannski áratugina. Bendi samt á að nýlega hvöttu sænsk dagblöð Svía til að kjósa til Evrópuþingsins í júní vegna þess að þingið í Brussel hafi miklu meira að segja um daglega velferð þeirra en það sænska. Áhuginn er sáralítill, enda finnst fólki valdið bæði fjarlægt og andlitslaust.
Á löngum tíma veldur slíkt doða sem skaðar framtakið og minnkar slagkraftinn. Þess vegna er Nýfundnaland mjög áhugavert dæmi fyrir okkur að skoða; hvernig þróunin hefur verið þar eftir inngöngu landsins í kanadíska ríkjasambandið. Það er sorgleg saga.
Það er hárrétt hjá þér að tíminn er dýrmætur. Þess vegna er það svo grálegt hvað stjórnin er ráðalaus og kraftlaus. Það er of mikið traust sett á ESB reddingar. Það er forsmekkurinn að veru þar inni; beðið eftir að reddingin/ákvarðanir komi frá Brussel.
Og b.t.w., Karþagó var lögð í eyði á 2. öld fyrir Krist.Haraldur Hansson, 19.5.2009 kl. 18:14
Takk fyrir það Haraldur - gaman að heyra að það sé loksins búið að leggja Karþagó í eyði - fór víst framhjá mér :)
Allavega sammála um að stjórnin er ekki síður ráðalaus en hrunstjórnin. Vandinn vissulega ærinn - en nú þarf að taka stórar ákvarðanir og hefjast handa. Nokkuð sem stjórnmálamenn forðast eins og heitan eldinn.
Finnst bara mikilvægt að spilin séu lögð á borðið og rætt opið um kosti og galla og að hafa eitthvað raunverulegt í höndunum um áhrif ESB. Ekki bara vangaveltur á bloggi og svart/hvítar fullyrðingar...
Þrándur (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 18:34
Ég mæli með þessari bók. Þar slærðu tvær flugur í einu höggi; færð grunnsamninga ESB og búið að flétta inn breytingum samkvæmt Lissabon samningnum. Samfelldur texti þar sem breytingar eru auðkenndar og skýringar á spássíum. Mjög aðgengilegt (svona ætti að vera til á íslensku).
Samningarnir eru ekki nema um 145 síður í lestri og svo fylgir viðbótarefni. Í framhaldinu er svo hægt að lesa meira um einstaka efnisflokka á vef Evrópusambandsins, þar sem stefna í sjávarútvegi og orkumálum eru áhugaverðastar fyrir okkur Íslendinga.
Ekki veit ég hver niðurstaða þín verður en þú munt a.m.k. sjá að það er full þörf á að kynna sambandið og fara í tvöfalda kosningu. Hvað það er ólýðræðislegt að sækja um aðild án þess að fá fyrst til þess umboð frá kjósendum, því umsóknin ein er gríðarlega stór ákvörðun.
Haraldur Hansson, 19.5.2009 kl. 19:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.