Tvö lönd í stafrófsröð

Útþenslukommissarinn Olli Rehn er fastagestur í íslenskum fjölmiðlum.

Hann flytur okkur reglulega fréttir af því að Ísland sé velkomið í ESB. Stundum talar hann um "engar undanþágur" og stundum lýsir hann þessu sem keppni við Króatíu um að verða 28. ríkið í Evrópusambandinu.

Gordon BrownÍ þessari frétt upplýsir hann að báðum löndunum í biðröðinni verði raðað í stafrófsröð. Íslandi og Króatíu. Af því að Króatía sé Croatia á ensku muni það "komast fyrr inn" og sigra í keppninni um 28. sætið eftirsóknarverða. Croatia mun komast í mark árið 2011.

Til að halda okkur nú volgum segir hann að það sé "fræðilegur möguleiki" að bæði ríkin fái aðild sama dag. Olli Rehn er orðinn fyrirliði í víkingasveit hinnar nýju útrásar Íslendinga.

Gordon Brown, formaður bresku Samfylkingarinnar, er líka örugglega tilbúinn að hjálpa.

 


mbl.is Króatía á undan Íslandi í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband