Steingrímur J greindur ESB-jákvæður

Íslandsvinurinn Olli Rehn, útþenslukommissar ESB, birtist orðið reglulega í íslenskum fjölmiðlum. Ýmist til að hvetja Ísland til inngöngu eða til að útskýra að "engin frávik verði leyfð" frá sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins Nú segir hann að innganga okkar virkaði örvandi fyrir Norðmenn.

Eftir fréttum að dæma þarf ekki lengur að örva Steingrím Joð.

"Að sjálfsögðu geri ég það" sagði VG-formaðurinn, aðspurður um hvort hann greiddi atkvæði með tillögu um að Ísland sæki um aðild að ESB.

Katrín menntamálaráðherra upplýsti að "nokkrir liðsmenn Vinstri-grænna hefðu greinst ESB-jákvæðir", segir í frétt á amx.is. Formaðurinn er greinilega í hópi hinna sýktu. Dæmin sýna að þeir sem einu sinni sýkjast af ESB-veirunni læknast ekki svo glatt.

LýðræðiTil hvers er lýðræðið?

VG fékk fjölmörg atkvæði út á andstöðu sína við aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þó svo að "þjóðin eigi að fá að ráða" jafngildir það engan veginn því að VG greiði götu þeirra sem vilja byggja velferðarbrú til Brussel. Formaðurinn talaði skýrt á móti aðild fyrir kosningar. Hann talaði líka skýrt á móti í kosningasjónvarpinu. Núna segist hann "að sjálfsögðu" greiða atkvæði með umsókn um aðild Íslands að ESB.

Þó að mælskir menn og pennafærir geti pakkað vondum málstað í fallegar umbúðir breytist innihaldið ekki. Þetta eru svik við kjósendur flokksins. Hrein og klár. Þetta er afbökun á lýðræðinu.

Það minnsta sem VG getur gert er að ná því fram að kynna ESB almennilega hér á landi og leyfa fólki að sýna hug sinn í þjóðaratkvæði. Kjósa um hvort Íslendingar vilji að sótt sé um aðild. Viðhafa alvöru lýðræði, ekki þetta krata-lýðræðið að kjósa þegar Samfylkingunni hentar.

Get ég fengið að taka atkvæðið mitt til baka?

 

 
Leiðrétting:
Fréttin um ESB-sýkingu formanns Vinstri grænna, sem færslan var byggð á, reyndist á misskiningi byggð eins og fram kemur í athugasemdum hér að neðan.

Steingrímur J Sigfússon mun vera við hestaheilsu. Þeim flokksfélögum hans, sem glíma við Evrópusýkina, óska ég góðs bata.

 


mbl.is Hver veit nema ESB-umsókn frá Íslandi örvi Norðmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Það er búið að snúa út úr þessum orðum hanns.

Það var ekki það sem hann sagði. Ég veit að Steingrímur mun ekki greiða atkvæði með aðildarviðræðum.

Vilhjálmur Árnason, 13.5.2009 kl. 17:05

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Vona að það sér rétt hjá þér Vilhjálmur. Mínar heimildir voru amx.is sem gefur sig út fyrir að vera "fremsti fréttaskýringavefur landsins".

Haraldur Hansson, 13.5.2009 kl. 17:11

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Það minnsta sem VG getur gert er að ná því fram að kynna ESB almennilega hér á landi og leyfa fólki að sýna hug sinn í þjóðaratkvæði. Kjósa um hvort Íslendingar vilji ganga í ESB. Þá væri þjóðinni ljóst, hvað væri í raun og veru í boði. Þá værum við að viðhafa alvöru lýðræði. Það er það sem kratarnir í Samfylkingunni vilja.

Jón Halldór Guðmundsson, 13.5.2009 kl. 18:29

4 identicon

Fréttin var villandi fram sett. Steingrímur býst "að sjálfsögðu" allt eins við því að einhverjir þingmenn (VG) greiði atkvæði með þingsályktunartillögunni. Fréttin snýst um að hver þingmaður eigi það við samvisku sína, óbundnir af stefnu flokks síns.

Það hefði verið töluvert stærri frétt og farið víðar ef formaður VG hefði sagst "að sjálfsögðu" greiða atkvæði með þingsályktunartillögunni, án þess að útskýra það nánar.

Gunnar J Briem (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 19:28

5 Smámynd: Haraldur Hansson

Nei Jón Halldór, því fer víðs fjarri að þetta sé sami hluturinn. Það þarf ótrúlegan "túlkunarvilja" til að komast að því að úrslitin 25. apríl hafi gefið stjórninni umboð til að sækja um ríkisborgararétt í Evrópuríkinu fyrir alla þjóðina.

Nánar um það í næstu færslu.

Haraldur Hansson, 13.5.2009 kl. 20:44

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þetta var víst misskilningur, Steingrímur sagði víst að hann reiknaði að sjálfsögðu með að einhverjir þingmenn VG myndu styðja umsókn um inngöngu í Evrópusambandið. En hvað er eiginlega svona sjálfsagt við það?

http://www.visir.is/article/2009933826879

Hjörtur J. Guðmundsson, 13.5.2009 kl. 20:47

7 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk fyrir ábendinguna Vilhjálmur, Gunnar og Hjörtur. Ég set inn viðeigandi leiðréttingu við færsluna.

Haraldur Hansson, 14.5.2009 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband