13.5.2009 | 12:41
Gamall sófi, meiri bjór.
Aukið atvinnuleysi er einn af þeim þáttum sem leiðir af sér samdrátt í neyslu. Í Morgunkorninu, fréttabréfi Íslandsbanka, er í dag lítið súlurit sem sýnir breytingar á neyslu, en kaup á munaðarvöru hafa dregist mikið saman. Það er verslun í apríl sem er borin saman við sama mánuð í fyrra.
Sala á húsgögnum dregst saman um 56% og raftækjum um 41%. Hafa verður í huga að sala á húsgögnum, innréttingum og raftækjum jókst gríðarlega í góðærinu og var e.t.v. orðin óhófleg.
Fatakaup hafa minnkað um 26% og skóverslun um 18%. Það má reikna með að erlendir ferðamenn rétti aðeins hlut smásalanna í þessum vöruflokkum.
Sala á áfengi hefur hins vegar aukist um fáein prósent. Það er klárt að við sparkfíklar eigum hlut í því. Nú fara menn ekki svo glatt á völlinn í Englandi, heldur tylla sér á barstól og horfa á risaskjá.
Ef maður vill vera sannur Íslendingum um helgina situr maður í gamla sófanum, horfir á Eurovision á raðgreiddum flatskjá og sötrar íslenskan bjór.
Atvinnuleysi mælist 9,1% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nákvæmlega! Hvernig ætli þeir mæli samt þetta svokallaða "magn". Ef um krónutöluaukningu er að ræða þá hefur hugsanlega ekki orðið nein aukning vegna hækkaðra gjalda.. Líklega hafa þeir þó mælt magn seldra áfengislítra...
Kommentarinn, 13.5.2009 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.