Tímasprengja í farangrinum

Jóhanna boðaði "þjóðarsátt um stöðugleikasáttmála" þegar hún kynnti nýju ríkisstjórnina sína í Norræna húsinu. En hvað er stöðugleikasáttmáli? Orðið segir flestum ekkert, sem er í anda Samfylkingarinnar. Hún vill fá leyfi til að sækja um aðild að Evrópusambandinu án þess að kynna fyrir kjósendum hvað það er. Hún lofar "stöðugleikasáttmála" án þess að skýra hvað það þýðir.

Stöðugleikasáttmáli finnst ekki í Íslensku orðabókinni. Þar er orðið stöðugleiki skýrt það að vera stöðugur og orðið stöðugur þýðir samfelldur, óumbreytanlegur, sem varir lengi. Orðið sáttmáli er samningur, samkomulag, sætt.

Þjóðarsátt um stöðugleikasáttmála ætti því að þýða að þjóðin geri sátt um sætta sig við eitthvað sem varir lengi. Er óumbreytanlegt. Það á þó greinilega ekki við um fullveldi Íslands og forræði í eigin málum. Það á að flytja það úr landi með hraði. Uppgjafarstefna Samfylkingarinnar varð greinilega ofaná í glímunni í Norræna húsinu.

VG byrjar leikinn á því að skora sjálfsmark. Svíkja kjósendur sína á fyrsta degi. Láta samstarfsflokknum það eftir að sækja um aðild að Evrópusambandinu undir sjá-hvað-er-í-boði söngnum. Ekki kynna vandlega hvað ESB er og sækja lýðræðislegt umboð til kjósenda til þess að leggja inn umsókn. Tala um "bara viðræður" eins og aðildarviðræður séu kaffispjall án skuldbindinga og um inngöngu eins og hún sé ekki meira mál en fríverslunarsamningur.

ESB er stærsta málið sem Íslendingar hafa þurft að taka afstöðu til síðan lýðveldið var stofnað. Stjórnarflokkarnir eru ósammála um það svo það gæti hæglega sprengt stjórnina áður en kjörtímabilið er hálfnað. Þetta er tímasprengja í farangrinu.

Að afgreiða málið með hraði er út í hött. Fullkomið ábyrgðarleysi. Auðunn Arnórsson stjórnmálafræðingur sagði í Silfri Egils að það væri of seint að byrja heimavinnuna eftir að menn eru sestir að samningaborðinu. Daniel Gross hamraði á því í haust að umsókn í miðri kreppu margfaldaði líkurnar á að stjórnmálamenn semdu af sér. Samt á Samfylkingin sér þann draum stærstan að taka hraðlest til Brussel í miðri kreppu.

Það verður eitthvað að gera til að stoppa þetta fólk.

Hefur stjórnarandstaðan burði til þess?

 


mbl.is Ætla að treysta á andstöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Það er spurning.  Bankakerfið er gjaldþrota og  í rúst,  Sjávarútvegurinn og Orkugeirinn tæknilega gjaldþrota, þjóðin í heild rambar á barmi gjaldþrots.  Það er gjaldeyriskreppa, yfirvofandi stjórnarkreppa þegar þessi stjórn springur,  hagvöxtur dregst saman um +10% á þessu ári og kreppan er rétt að byrja.

Guð forði okkur frá inngöngu í ESB, þá fyrst færi þetta að versna.

Bjartur í Sumarhúsum var alltaf sjálfstæður og honum leið vel. 

Guðmundur Pétursson, 11.5.2009 kl. 01:27

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir Haraldur og Guðmundur

(snýti mér fyrst)

Já þetta byrjar ekki vel.

Af öllum þjóðum heimsins finnst varla sú þjóð sem ætti eins erfitt með að búa við þýskan stöðugleika-fetishisma eins og Íslenska þjóðin. Þetta er einmitt tímasprengja í farangri leikhúss fáránleikans.

Þetta er því miður Samfylkingin í sumarbústaðnum. Langt langt og óravegu burtu frá honum Bjarti okkar.

71% af kjósendum kaus einmitt ekki Samfylkinguna. Eina flokkinn sem hafði ESB sem aðalmálið.

Þetta er átakanlegt. Þetta er vírus.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 11.5.2009 kl. 02:54

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Sælir og takk fyrir innlitið og athugasemdirnar.

Guðmundur, ég er jafn fúll og svekktur yfir kreppunni og þú. En Evrópusambandið mun ekki "hjálpa okkur" út úr kreppunni, jafnvel þótt Samfylkingin vilji að við trúum því að innganga sé aðgerð í efnahagsmálum. Þetta er ekki hjálparstofnun eða bara efnahagsbandalag, heldur rammpólitísk samband sem stefnir í átt til aukinnar miðstýringar. Gulrótin er evran, sem við "fáum" kannski eftir mörg ár. Hún gæti hæglega gert illt verra eins og t.d. á Grikklandi og Írlandi.

Gunnar, þessi vírus er að færast í aukana. Hann virðist ólæknandi. Það veit ekki á gott þegar forgangsmálið er að afsala sér forræði yfir eigin velferð en heimilin verða afgangsstærð í stöðugleikasáttmálanum. 

Haraldur Hansson, 11.5.2009 kl. 08:23

4 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Þetta er alveg skelfilegt.  Ég tel áhuggjur ykkar hins vegar gjörsamlega ástæðuleusar. Þegar við hin fáum að vita hvað í ESB aðild Íslands felst, þá munum við stráfella hugsanlegan samning í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeas ef Haraldur vinur minn hefur rétt fyrir sér. (Eins og hann hefur nú eiginlega alltaf).

Minni á áhugaverða könnun á síðunni minni.

Jón Halldór Guðmundsson, 11.5.2009 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband