9.5.2009 | 23:27
Til hamingju! Með hvað???
Í dag er 9. maí, þjóðhátíðardagur Íslendinga.
Þessi dagur verður hinni nýi þjóðhátíðardagur okkar ef Samfylkingunni tekst að tæla VG til að sækja um aðilda að ESB og fullkomna svo fólskuverkið með inngöngu í Evrópusambandið.
Í dag er sem sagt Evrópudagurinn.
Ég ætlaði ekki að hafa orð á þessum degi, en á ferð um Reykjavík í kvöld sá ég hinn bláa fána ESB dreginn að húni. Það vakti ónotatilfinningu að sjá þessa bláa dulu blakta við hún við íslenskt heimili. Að fólk skuli vera farið að halda upp á þennan dag nú þegar.
Eigandi dulunnar, sem á sök á þessum hallærislega gjörningi, tilheyrir elítunni sem sett hefur Evrópu-slagsíðu á íslenska fjölmiðla.
Einn varaþingmanna Samfylkingarinnar skrifaði bloggfærslu í fyrradag þar sem hann lýsir þeim draumi sínum að ganga í Evrópusambandið 17. júní 2011. Og ekki bara það. Hann vill gera það "við hátíðlega athöfn á Hrafnseyri við Arnarfjörð á 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar".
Getur smekkleysan orðið nöturlegri. Að afsala sér fullveldinu og "halda upp á það" á fæðingarafmæli og fæðingarstað frelsishetjunnar! Sumir kunna ekki að skammast sín.
Sjálfur vann ég á Hrafnseyri fyrir tæpum 20 árum, þar sem unnið var að opnun safns Jóns Sigurðssonar. Glæsilegt framtak sem Hallgrímur Sveinsson, staðarhaldari á Hrafnseyri, átti mestan heiður að. Það væri hrein og klár svívirða og ætti að varða við lög að draga Evrópufánann að húni á þeim merka stað.
Ný ríkisstjórn á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er eitthvað við þetta nafn, Mörður Árnason, sem ég kann ekki við. Evrópufáninn mun aldrei fara upp á Hrafnseyri, það eru helgispjöll. Ég er sammála þér að menn skulu ekki skammast sín.
Guðmundur St Ragnarsson, 9.5.2009 kl. 23:47
Þarft þú ekki áfallahjálp?
Sveinn Elías hansson (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 00:03
Það sem mig langar að vita hjá þér, hvað er það sem við þurfum að varast vegna aðild að ESB ?
Nú er það svo að við erum með samning í gegnum EES , þess vegna með marga samninga og aðgang að markaði evrópu þjóða . Hvað viltu sjá ef við höfum ekki lengur þennan samning og aðgang að mörkuðum evrópu þjóða ?
JR (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 00:07
Ef þessi nazistaflokkur ætlar að halda áfram með þessa ESB dírkun og fara þar inn þá er síðasti maður í Leifsstöð beðin að slökva ljósin.....
Marteinn Unnar Heiðarsson, 10.5.2009 kl. 00:34
Litlu börnin læra það þegar þau verða stór að heimurinn er ekki bara góður. þess vegna megum við ekki láta litlu óvitana stjórna því þeir hafa ekki þroska til þess, nema þeir hlusti á þá sem vita betur um illsku heimsins. Sorglegast að fullorðið fólk skuli tala svona óábyrgt. Evrópa er á leið inn í algjört gjaldþrot eins og við íslendingar. Hvað ætlar fólk að sækja þangað? Hitt er annað mál að þurfum að semja okkur út úr EES eða taka tillit til þess. Hvort er betra? Getur einhver útskýrt það fyrir mér á ómenntamáls-íslensku? Við erum nefnilega komin með fullt af fólki í þessuðu volaða landi sem hefur ekki hugmynd um hvað það er að tala um en fær grænt ljós út á menntun í háskólanum einum saman án nokkurrar lífsreynslu. Svo ætlar blessað eggið að fara að kenna hænunni, þ.e. háskólafólkið ætlar að kenna þeim sem hafa verklega skólann. Ekki von að vel gangi. Praksis er það kallað í sumum löndum þegar fólk lærir verklega þáttinn á náminu.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.5.2009 kl. 01:15
Hvílíkt ofstopa hræðsluáróðsrugl er þetta.
"Evrópa er á leið inn í algjört gjaldþrot eins og við íslendingar"
Lesið aðeins þessa setningu. Sér fólk ekki muninn á alþjóðlegum samdrætti og algeru hruni eins og hér?
Páll Geir Bjarnason, 10.5.2009 kl. 12:38
Sæl öll og takk fyrir innlitið.
Sveinn, ekki hafa áhyggjur af mér. Það er meiri ástæða til að hafa áhyggjur af stórum hluta íslensku þjóðarinnar ef við göngum í Evrópusambandið. Það munu margir þurfa einhvers konar huggun þegar það rennur upp fyrir þeim að ESB er rammpólitískur klúbbur, en ekki bara efnahagsbandalag eins og fjölmiðlaumræðan gefur til kynna.
JR: Eitt af því sem ég vil varast má sjá í færslunni hér á undan um hættuna við fjarlægt vald. Annað er að stökkva á ESB vagninn þegar einsýnt er að hnignun er framundan innan sambandsins og lítil bjargráð þangað að sækja. Vona að þú sért sáttur við að ég svari með þessum linkum frekar en með löngu svari hér í athugasemdunum.
Það að nota EES samninginn sem hótun er léleg pólitík, eins og Eiríkur Bergmann gerði þegar hann skrifaði greinina "Verður Ísland rekið úr EES". Ég bendi á að Kína vill fríverslunarsamning við Ísland og að eftir rúmar 6 vikur tekur gildi samningur við Kanada. Það eru alltaf aðrir kostir í boði, þó uppsögn EES væri vissulega verkefni sem þyrfti að leysa.
Haraldur Hansson, 11.5.2009 kl. 11:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.