6.5.2009 | 23:17
Björgunarskipið e/s Titanic
Þegar leki kom að m/s Þjóðarskútunni skiptist áhöfnin í tvö horn.
Hópur manna vill manna dælurnar, ausa" skipið, halda vélunum gangandi og bjarga áhöfn og farmi með því að sigla fyrir eigin vélarafli í höfn. Þeir vitað að það er hægt, því mesti stormurinn er afstaðinn og sjólag batnandi.
Skipstjórinn og fylgismenn hans panikkuðu. Þeir eru úrræðalausir, treysta sér ekki til að ausa og vilja gefast upp. Senda út neyðarkall og fá stórt evrópskt skip til að bjarga áhöfninni og taka m/s Þjóðarskútuna í tog.
Á stóru evrópsku skipi er kapteinn Rehn við stýrið. Hann hefur boðið fram aðstoð.
Ítrekað.
Kapteinn Rehn ætlar að bjarga okkur alveg gratís", lýgur skipstjórinn.
Sem stendur eru flestir úr áhöfninni á því að gefast upp á að bjarga sér með sæmd og fara um borð í e/s Titanic til að komast í örugga höfn. Meirihlutinn ræður.
61,2% vilja aðildarviðræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það var kapteinn Mr. Oddsson sem sigldi hinu glæsilega skipi
út í myrkrið. Stýrimaður var Mr. Gissurarson, ráðgjafi góður.
Þeir kumpánar sátu að sumbli í og gortuðu.
Í gegnum ærandi óhjóðin þegar bolur skipsins rifnaði eftirendilöngu
kallaði Mr. Oddson "ég var búinn að vara ykkur við, helvítis aularnir ykkar"
Vikapilturinn Haarde kom hlaupandi upp í brú og bauð fram aðstoð.
"Hérna stýrðu skipinu drengur" hreytti Mr. Oddson í vesalings vikapiltinn
"Gissurarson", gerðu bátinn kláran fyrir okkur tvo NÚNA"
Páll Blöndal, 6.5.2009 kl. 23:50
Og hvað?
Af því að Davíð og félagar eiga pólitíska sök, réttlætir það þá að "bjarga" efnahagnum með því að fara um borð í sökkvandi fley? Það er löngu búið að reka þá úr brúnni.
Haraldur Hansson, 7.5.2009 kl. 08:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.