4.5.2009 | 12:35
Nú er það svart í ESB, enn svartara!
Framkvæmdastjórn ESB sendi frá sér nýja spá um samdrátt í efnahag sem er meira en tvöfalt svartari en spá frá því í janúar. Tók það fjóra mánuði að átta sig? Samdrátturinn á evru-svæðinu verður ívið meiri en í Evrópusambandinu í heild. Það gerir auðvitað evran. Nú spá José Manuel Barroso og félagar í Brussel samdrætti á næsta ári líka, en ekki hagvexti eins og í janúar.
Atvinnuleysi mun aukast og verða 10,9%. Sé evru-svæðið tekið út verður það 11,5% í Evru-landi lok næsta árs. Það gerir auðvitað evran. Grikkland, Spánn og Írland eru nokkur fórnarlamba evrunnar og nú hefur Finnland bæst í hópinn. (Sjá hér, fjórðu fyrirsögn: The Euro was a mistake for Finland.)
Á Íslandi skall kreppan á með hvelli á einni viku og afleiðingarnar komu í ljós á parti úr misseri. Í Evrópusambandinu gengur það hægar, kerfið hægir rólega á sér eins og risa-olíuskip eftir að hafa misst vélarafl. Það er lengi að stoppa. Og það verður líka mjög lengi að komast af stað aftur, meðan minni sjóför bruna framúr. Spá kommissara Barrosos sýnir að ESB skipið er að verða vélarvana.
Eitt getum við samt verið viss um. Samfylkingin heldur fast við að innganga í ESB sé góð "aðgerð í efnahagsmálum". Að eina von Íslands sé að taka þátt í hægfara hnignuninni. Hún kvikar ekki frá því að sækja um aðild og fara í aðildarviðræður.
Væri kannski nær sanni að tala um "uppgjafarviðræður"?
Efnahagslægðin dýpri og lengri en áður var talið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta ágæta fólk í samfylkingunni hlýtur að vera farið að gruna að ESB sé ekki sú lausn sem menn héldu.
Þarf sterk bein til að viðurkenna að manni getur skjátlast og leiðrétta svo kúrsinn.
Bíð spenntur.
Frosti Sigurjónsson, 4.5.2009 kl. 21:12
Mér þykir þú bjartsýnn Frosti. Sjáum til næstu mánuði.
Axel Þór Kolbeinsson, 4.5.2009 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.