22.4.2009 | 10:41
Samfylkingin er ekki stjórnmálaflokkur
Þó að Samfylkingin fengi hreinan meirihluta á þingi, gæti hún ekki myndað ríkisstjórn.
Það er líklegri skýring á þögn Jóhönnu en að hún tali ekki nógu góða ensku eða dönsku. Ég gef lítið fyrir slíkar vangaveltur. Eiginlega vonlaust að útskýra uppgjafarstefnu Samfylkingarinnar, sama hvað tungumálið heitir.
Það kom glöggt í ljós, þegar Ingibjörg Sólrún þurfti að fara í veikindafrí, hversu sundurleit hjörðin er. Fundurinn í Þjóðleikhúskjallaranum undirstrikaði það. Svo var Ágústi Ólafi ýtt til hliðar, í fullri sátt, eins og það heitir.
Þegar Ingibjörg Sólrún þurfti, veikinda sinna vegna, að hætta þátttöku í stjórnmálum að sinni, hófst leitin að nýjum formanni. Jón Baldvin bauð fram krafta sína en var hafnað. Árni Páll var ekki til í formanninn, Dagur ekki heldur. Eða var honum hafnað líka? Enginn nefndi Össur. Frekari leit var gerð en án árangurs. Einn fundarmanna á landsfundi skýrði það þannig fyrir mér að ekki næðist sátt milli fylkinga innan Samfylkingarinnar.
Þar eru nefnilega ennþá Alþýðuflokkurinn og Þjóðvaki, einhver rest af Kvennalistanum, menn úr gamla Alþýðubandalaginu og enn aðrir sem stóðu utan flokka eða tilheyrðu eingöngu R-listanum. Upp á síðkastið hafa fyrrum Sjálfstæðismenn bæst í hópinn. Veit ekki með Framsókn, en líklega má finna menn þaðan líka.
Það tókst sem sagt ekki að finna formann.
Jóhanna sagði strax nei. Hún hafði ekki áhuga á að taka að sér formennsku í Samfylkingunni. Það er svo sem skiljanlegt, hún er komin með fullan eftirlaunarétt eftir þrjá áratugi á þingi og ætlaði að hætta fljótlega í stjórnmálum.
En af því að það er enginn annar stjórnmálamaður í Samfylkingunni neyddist Jóhanna til að taka að sér starfið. Hún er formaður, gegn vilja sínum.
Ef Samfylkingin fengi hreinan meirihluta þá kæmu allar klíkurnar upp á yfirborðið aftur. Úr því ekki var hægt að finna eða sameinast um formann sem vildi leiða flokkinn, hvernig gæti Samfylkingin mannað heila ríkisstjórn? Hún bara gæti það ekki. Það næðist aldrei sátt um heilt dúsín manna til að fylla stólana. Velferðarbrú til Brussel er nefnilega stefna sem ekki er hægt að fela sig á bakvið í öllum ráðuneytum.
Þögn Jóhönnu til umræðu í Færeyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held að þetta sé alveg rétt ályktað hjá þér,hef verið að hugsa það sama.
Ragnar Gunnlaugsson, 22.4.2009 kl. 10:58
Samtíningur...
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 13:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.