"Er ekkert plan B?"

Jóhanna tekur af öll tvímæli, innganga í ESB það sem Samfylkingin snýst um. Á framboðsfundi RÚV komu spurningar frá áhorfendum. Ein þeirra var: "Eruð þið ekki með neitt plan B?"

Henni var beint til Samfylkingar. Hvað þeir ætluðu að gera ef aðrir vildu ekki fara í aðildarviðræður eða innganga í ESB væri ekki samþykkt af þjóðinni. Bankamálaráðherrann fyrrverandi rappaði svolítið um efnið og í ljós koma að Samfylkingin er ekki með neitt plan B. Eingöngu plan e-s-B.


Þetta kom líka vel í ljós á vinnustaðafundi í gær. Þá fékk minn vinnustaður tvo frambjóðendur S-lista í heimsókn í hádeginu. Ágætis fólk, bæði tvö. Frá því að þau heilsuðu og kynntu sig liðu 37 sekúndur þar til þau sögðu "... ganga í ESB og taka upp evru".

Mestur hluti fundartímans fór í að tala um ESB. Undir lokin náðu önnur mál loks að komst að. Það voru skuldir heimilana, greiðslubyrði lána og skjaldborgin sem sumir segjast ekki hafa séð. Þau ræddu við fundargesti um málið og svo kom lausnin: Við leysum þetta með vextina og verðtrygginguna með því að ganga í ESB og taka upp evru.

Það er auðvitað kostur í stöðunni að vera ekki með neitt plan B. Að standa bara og falla með bjargfastri trú sinni og vera í stjórnarandstöðu ef ekki vill betur. Það felst vissulega heiðarleiki í því.


mbl.is Til Evrópu með VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég auglýsi eftir plani A hjá hinum flokkunum!!

Það eru jú allir sammála því að krónan sé ónýt er það ekki?

Sigmar S (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 13:08

2 identicon

Kronan er ekki ónýt frekar en aðrar myntir.

Það sem er ónýtt er fólkið sem stjórnar, það hefur áhrif á gengi gjaldmiðlana.  Ríkið hefur ekki verið vel reikið undanfarinn áratugi.

Í flestum ríkjum þykir það merki um að hagkerfi séu í jafnvægi að viðskiptajöfnuður sé jákvæður. Hann er orðin það hér.  Krónan er bara ónýt hjá þeim sem eru með pólitískar oftrú á klúbbi sem heitir ESB.  myntinn þar á eftir að fara illa í ár. 

Síðan ef sama tuggan er tuggin nógu oft þá er krónan ónýt.

vest þykir mér að lífeyrissjóðirnir sem gætu keypt jöklabréfinn með 25% afslætti núna hafa ekki áhuga á því þar sem blessaðir verkalíðsforingarnir sem stýra sjóðunum ætla sér í ESB.

 kv.

Jón Þór

Jonthor (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 13:16

3 identicon

Gjaldmiðill sem endurspeglar ekki heilbrigði hagkerfis er ónýtur. Svo einfalt er það.

Góðærið kom í boði gjaldmiðilsins, góðærið fór í boði hans einnig.

Burt með þetta rusl segi ég.

Sigmar S. (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 13:29

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sigmar, á ég að sýna þér sömu tölur og í gær?

Axel Þór Kolbeinsson, 21.4.2009 kl. 13:31

5 identicon

Axel. Sú staðreynd að innlend og erlend fyrirtæki og stofnanir geti verið að gambla með svona lítinn gjaldmiðil eftir eigin hentisemi, líkt og hefur gerst hér, gerir gjaldmiðill ónýtann.

Þú getur svo sett það upp í línurit og gröf og tekið lógaritmann af því eins og þú vilt en það breytir ekki þessarri staðreynd.

Sigmar S. (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 13:59

6 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sigmar.  Þetta hófst ekki fyrr en eftir 2001 þegar tekin var upp flotgengisstefna með verðbólgumarkmiði, sem er að mínu mati verstu hagstjórnarmistök Íslandssögunnar.

Ef við hefðum haldið okkur við fastgengisstefnu tengda við myntkörfu þá hefði verið mun erfiðara fyrir spákaupmenn að hafa áhrif á gengi krónunar.  Þú getur séð þróunina í línuriti t.d. hjá bönkunum.  Og það er staðreynd.

Svo vil ég líka bæta því við að fastgengisstefna er ekki eitthvað slæmt.  Flest ríki heimsins eru með fastgengisstefnu í einhverri mynd, og það fyrirkomulag sem við erum með núna, þ.e. flotgengisstefnu með verðbólgumarkmiði var ekki prófuð fyrr en árið 1990 í Nýja-Sjálandi, en þar hefur verið talað um að hverfa frá þeirri stefnu aftur.

Axel Þór Kolbeinsson, 21.4.2009 kl. 14:12

7 identicon

Það er hjákátlegt að menn sem eru í öðrum flokkum en Samfylkingin og eru að tala um að Samfylkingin sé ekki með neitt plan b, þegar málið er að þetta sama fólk kemur úr flokkum sem eru ekki einu sinni með plan A hvað þá plan b. Komið með eitthvað betra og ég er alveg til í að hugsa málið, en meðan ekkert annað er í stöðunni en að fara í ESB

Valsól (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 14:28

8 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Valsól:  Hér getur þú lesið endurreisnaráætlun L-lista fullveldissinna(pdf).

Það eru ýmsar leiðir færar.

Axel Þór Kolbeinsson, 21.4.2009 kl. 14:36

9 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk öll fyrir innlitið og athugasemdirnar.

Get tekið undir margt af því sem Þórarnir segja; Jón Þór og Axel Þór.

Sigmar: Það er ódýrt að afgreiða slaka hagstjórn og fjárglæframenn með því að skella skuldinni á krónuna. Og þó við tækjum upp "sterkan gjaldmiðil" strax í dag þá gufa skuldirnar ekki upp. Ástandið lagast ekki með því.

Valsól: Ég er enn að leita að flokki sem hefur plan A sem mér hugnast nógu vel til að gefa atkvæði mitt. Það er aðeins þrennt sem ég er búinn að ákveða: 1) Ég ætla að kjósa, 2) ég ætla ekki að skila auðu og 3) ég kýs ekki Samfylkinguna.
Ég kaus Samfylkinguna síðast og líka 2003 en geri það ekki aftur. Ástæðan er sú grátlega uppgjöf sem felst í því að ganga í ESB og líta á það sem "lausn í efnahagsmálum" eða "stefnu í peningamálum". Ég finn vonandi flokk á laugardaginn.

Haraldur Hansson, 21.4.2009 kl. 14:50

10 identicon

sterk mynt= heilbrigður viðskiptajöfnuður.

 Heilbriðgur viðskiptajöfnuður er þegar við seljum meira úr landi en við kaupum. Viðskiptajöfnuður má vera neikvæður EF: fjárfestinginn sem veldur viðskiptahallanum er hagkvæm og skilar meiri útfluttingstekjum í framtíðinni.  (eins ef fjárfestinginn dregur úr erl innkaupum)

Sama hversu stór myntin er þá gildir þetta lögmál.

það sem klikkaði hér á árunum 2001 til 2008 var fyrst og fremst gríðarleg útlánaþennsla og óhófleg óstjórn í ríkisfjármálum og fjármálum sveitarfélaga.

kv.

Jón Þór

jonthor (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 15:06

11 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Sæll Haraldur og takk fyrir innlitið og ábendinguna.

Hvernig sendur á því að sjálfsagt þykir að krefja Samfylkinguna um ,,plan B", en ekki aðra flokka sem eru í framboði? Ég hefði haldið að hver flokkur ætti að setja fram sýna framtíðarsýn, en ekki krefja aðra um að gera það fyrir sig.

Ingimundur Bergmann, 21.4.2009 kl. 20:52

12 Smámynd: Haraldur Hansson

Sæll Ingimundur

Í svari mínu hér að ofan, við athugasemd Valsólar, kemur fram að ég er enn að leita að flokki sem hefur upp á eitthvað að bjóða sem ég er tilbúinn að veita atkvæði mitt. Enda á að gera sömu kröfu á alla flokka um stefnu. Ráðleysið virðist því miður vera mikið fyrir þessar kosningar, enda aðstæður djöfullegar.

Haraldur Hansson, 22.4.2009 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband