4.2.2009 | 18:25
Með klofinn hjálm og rofinn skjöld
"Evran er skjöldur", segir yfirkommissarinn Barroso. Til að sanna það ber hann saman Írland og Ísland, í viðtali við Die Ziet.
Barroso er sérstakur karakter, forsetinn sem lætur sig dreyma um evrópskt heimsveldi. Eins og aðrir í pólitík þá velur hann sér dæmi sem hentar málstaðnum. Það gera þeir allir.
Það hefur örugglega ekki hvarflað að honum að bera saman Svíþjóð og Grikkland. Og enn síður Noreg og Spán. Evran hefði komið illa út úr þeim samanburði og ekki virkað sem burðugur skjöldur. Meira eins og tindáti með klofinn hjálm og rofinn skjöld.
Það verður fróðlegt að fylgjast með hvað Barroso segir um Írland í sumar og næsta haust þegar evran, skjöldurinn sjálfur, getur engu bjargað.
Barroso: Evran er skjöldur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jón frímann, afhverju drullastu þá ekki til að flytja til útlanda í staðinn fyrir að vilja gefa frá þér auðlindirnar sem við eigum? Þá getur þú, föðurlandssvikarinn fengið þessa "dýrmætu" evru.
Þór (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 13:48
Ég sá það heft eftir annað hvort forsætisráðherra Dana eða fjármálaráðherranum um daginn að þeir væru í betri málum í dag ef þeir væru með evruna. En ég geri nú fastlega ráð fyrir því að Heimssýnar menn viti betur. Þá sá ég einnig skoðanakönnun þar sem 44% Dana vilja evruna og 38% á móti. Nú er aldeilis verk að vinna fyrir Hjört og Gunna danska að koma vitinu fyrir baunann.
Atli Hermannsson., 5.2.2009 kl. 17:26
Takk allir fyrir innlitið.
Jón Frímann: Það er rétt að það gengur ekki illa í öllum evrulöndunum. Enda er færslan um málflutning; að menn velji sér samanburðarlönd eftir hentugleikum, eins og þú segir í lokin.
Atli: Danir hafa haft evruna í mörg ár, svona tæknilega séð. Krónan þeirra er bundin evru og með mun minni frávikum en heimiluð eru í Maastricht skilyrðunum. Þar áður var danska krónan tengd þýska markinu. Ekki veit ég hvort mikið myndi breytast hjá þeim við að taka upp evruna, en Þeir sömdu sjálfir um undanþágu frá henni.
Haraldur Hansson, 5.2.2009 kl. 17:51
Sæll Haraldur. Ég man ekki hvar ég sá þetta haft eftir einhverjum ráðherranum...
En hér kemur sambærilegt dæmi ættað út Danaveldi..."Alþjóðlega fjármálakreppan hefur breytt afstöðu margra í Danmörku til evrunnar en upptöku hennar var hafnað í atkvæðagreiðslu í landinu fyrir nokkrum árum. Staðan nú auðveldar forsætisráðherranum að fullvissa þjóðina um að hagstæðara sé fyrir hana að skipta um gjaldmiðil. Sá hagur sem menn sjá aðallega við upptöku evru í Danmörku í stað krónunnar eru lægri vextir."
„Mér finnst miklu líklegra að forsætisráðherrann láti kjósa um afstöðu til evrunnar árið 2009 heldur en að bíða með það til ársins 2010 enda er það alveg ljóst í hvaða átt vindurinn blæs,“ segir Derek Beach, lektor við Árósaháskóla. Marlene Wind, lektor við Hafnarháskóla, er sama sinnis."Atli Hermannsson., 5.2.2009 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.