3.2.2009 | 19:25
D-listi stærstur: Kemur ekki á óvart!
Gullfiskaminni og tregðulögmál eru fylgifiskar stjórnmálanna. Það kemur bara hreint ekkert á óvart að Sjálfstæðisflokkurinn endurheimti fylgi sitt. Í færslu frá 4. janúar spáði ég því að það verði mynduð eins konar Nýsköpunarstjórn eftir kosningarnar í vor. Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir. Ég ætla að halda mig við þá spá.
Þessi nýja könnun er ekki stór og um 40% eru óákveðnir, en hún gefur vísbendingar.
Ef Sjálfstæðiflokkurinn hefur kjark til að gera upp fortíðina með því að afneita frjálshyggjunni, skipta út forystumönnum og hverfa aftur til gamalla gilda, verður hann eini flokkurinn sem fær meira en 30% í kosningunum í apríl.
Just for the record - þessi spá er síður en svo byggð á óskhyggju. En það er með pólitíkina eins og veðrið, þó veðurfræðingur vilji spá sól og hita neyðist hann til að spá frosti og snjó ef forsendur standa til þess.
Sjálfstæðisflokkur stærstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
,,Kemur ekki á óvart" .
Ekki veit ég hvernig þú hugsar, en fyrir mér er þetta alveg óskyljanlegt !
Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að ræna þjóðina öllu því sem þjóðin hélt að hún ætti !
JR (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 19:37
Auðvitað er þetta út í hött. En gullfiskaminni og tregðulögmál sjá til þess að fylgið sem týndist ratar aftur heim. Þannig hefur það alltaf verið.
Haraldur Hansson, 3.2.2009 kl. 19:43
Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti ofsatrúarflokkur landsins - Krossinn á ekki roð í trúvitleysingana sem þar tilbiðja - enda eru þeir sanntrúaðir krossfarar sem eru tilbúnir að fórna þjóðinni fyrir ónýta hugmyndafræði.
Þór Jóhannesson, 3.2.2009 kl. 19:52
Væri ekki nær að halda með einhverju liði í ensku knattspyrnunni heldur en að halda með sjálfstæðisflokknum og kjósa hann alltaf SAMA HVAÐ HANN GERIR ?
Í alvöru ! Hvernig dettur fólki í hug að verðlauna flokk sem lagði það pólitíska landslag - einkavæðingu og eftirlitsleysi - sem leiddi yfir okkur algjört efnahagshrun ???
Anna Einarsdóttir, 3.2.2009 kl. 20:03
Það skyldi þó ekki vera að fólk sé að fatta að það eitt að reka Davíð leysir ekki heimskreppuna
Kristinn (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 20:07
Er það tilviljun að sjálfstæðismenn skrifa undir nöfnum eins og Palli, Maggi og Kristinn þessa dagana ? Þorir enginn að koma fram undir fullu nafni og viðurkenna að hann styðji flokkinn sem setti okkur á hausinn ?
Kristinn. Ef þú hefur séð fréttir undanfarnar vikur, þá ættir þú að hætta að minnast á heimskreppuna. Vandinn hjá okkur var bakaður heima.
Anna Einarsdóttir, 3.2.2009 kl. 20:12
Sæl Anna Einarsdóttir.
Ragnar Smári Guðmundsson heiti ég og ég styð sjálfstæðisflokkinn og skammast mín ekkert fyrir það...
Hins vegar held ég að þeir sem styðji samfylkinguna og VG hljóti að skammast sín fyrir sitt lið þar. Samfylkingin getur ekki verið sammála í neinu sem þar fer fram og Vinstri Grænir, ég nenni ekki einusinni að telja upp liðið sem þar er á ferð og myndi ekki treysta því fólki fyrir neinu sem kemur mér við...
Fólk sem hefur verið að kvarta og kveina sem hæst yfir því hvað við værum með vanhæft lið í ráðherrastólunum hlýtur að gleðjast eftir að dýralæknirinn fór núna úr fjármálaráðherrastólnum og hlýtur að gleðjast mjög eftir að flugfreyjan settist í forsætisráðherrastólinn, Jarfræðingurinn í nokkra ráðherrastóla og leikarinn í umhverfisráðherrastólinn... Þetta er náttúrlega allt hámenntað fólk sem veit nákvæmlega hvað það á að gera í sinni ráðherra tíð. Sem vonandi verður ekki löng... Eini flokkurinn sem virkilega er að gera eitthvað í sínum málum er Sjálfstæðisflokkurinn... Eini flokkurinn sem virkilega hefur einhver málefni sem hægt er að framkvæma er sjálfstæðisflokkurinn... Eini flokkurinn sem þorir að bregðast við niðurskurði sem er virkilega nauðsynlegur er sjálfstæðisflokkurinn...
Flokkarnir sem núna eru við stjórnvöldin eru/ætla að hætta við alla niðurskurði sem búið er að gera og eru ekki með neitt annað sem þeir ætla að skera niður af því að þeir þora því ekki... Þeir voru eitthvað að spá í að hætta við hvalveiðikvótan sem var verið að gefa út af því að þeir halda að það sé óvinsælt meðal grænfriðunga. Hvalveiðirnar okkar myndu skapa nokkur hundruð störf. Þeir eru að spá í að taka til baka þorskvóta aukninguna sem skapar einnig meiri atvinnu...
Ég allavega treysti þessu fólki ekki til þess að stjórna landinu sem ég bý á. Enda hefur reynslan sýnt okkur hér á þessu landi þá hefur vinstristjórn aldrei setið heilt kjörtímabil á íslandi...
Fólk er að tala um að þetta sé einhver áfellisdómur yfir frjálshyggju sem hefur ríkt her við völd. En málið er að við höfum aldrei verið með meiri ríkisútgjöld og minni frjálshyggju hér á íslandi en nú...
Þá getum við frekar fellt áfellisdóm yfir þær vinstristjórnir sem hér hafa verið við völd og sagt okkur að þær virki alls ekki... En auðvitað eins og Haraldur Hansson segir hér að ofan þá erum við íslendingar með Gullfiskaminni ...
Þið getið þó allavega lesið ykkur til um það hvernig þetta var þegar vinstristjórninar voru hér við völd...
Steingrímur J gæti þó allavega komið bjórbanni hér aftur á og netlögreglan skoðar allar bloggsíðurnar ykkar og látið loka þeim ef honum hugnast þær ekki...
Kv. Ragnar Smári Guðmundsson
Sjáfstæðismaður
Ragnar Smári (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 20:55
Það er langt síðan ég hef fengið svona almennilegt bréf.
Ragnar.
Við verðum að vera sammála um að vera ósammála. Mér fyndist í raun mun betra að hafa alltaf haft ríkisstjórn sem "gerði ekkert" heldur en að hafa ríkisstjórn sem gerði örfáum mönnum kleift að setja okkur þráðbeint á hausinn á "notime". Og mér finnst nú eiginlega verra hvernig fór með mannorð okkar erlendis.
Það er nú ekki komin reynsla á þessa ríkisstjórn. Og þó ! Þeir byrjuðu á því að afnema sjúkrahúsinnlagnargjöldin sem mér fannst frábært. Spítalarnir okkar eiga að vera fyrir alla, það er forgangsverkefni. Ég treysti Jóhönnu alveg til að þora að skera niður.... þetta er ekki spurning um það, heldur forgangsröðun. Að byrja á ráðherrabílum, sendiráðum, veisluhöldum osfrv.... einhverju sem má sleppa með góðu móti og þar er af mörgu að taka.
Anna Einarsdóttir, 3.2.2009 kl. 21:11
Alveg merkilegt þetta sjálfstæðisfólk, heldur að það sé merkilegra en aðrir !
Ragnar Smári sannar bara fyrir okkur hinum að svo sé.
Talandi um menntun stjórnmálamanna, það er nefnilega vandamálið!
Við þurfum ekki háskólafólk ,sem er með ,,prófgráðu", en ekkert verklegt vit !
Kokhraustur talar sjálfstæðismaðurinn um verk annarra flokka, það er ekkert sem toppar sjálfstæðisflokkinn í því að koma heilli þjóð á hausinn !
JR (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 21:19
Sæl Anna Einarsdóttir
Ég er nú alveg sammála þér með að við verðum að skera niður á ráðherrabílunum, sendiráðunu, veisluhöldunum og því öllu... en málið er bara það að við verðum að skera svo miklu miklu meira niður...
Ég held að allir geti líka verið sammála því að það voru mikil mistök gerð með því að gera mönnum kleift að setja okkur svona á hausinn.. En þetta eru líka bara mistök sem við verðum að horfast í augu við og við verðum að bregðast við... Ég man þegar við vorum að skrifa undir EB-saminginn um fjórfrelsið þá var það eina sem menn voru svo hræddir við að hér myndi allt fyllast af útlendingum sem myndu taka vinnuna af okkur, að menn gleymdu einfaldlega að við værum líka að skrifa undir frjálst flæði fjármagns þar sem bankarnir okkar "voru" ríkistryggðir. En það var ekki bara sjáfstæðisflokkurinn sem klikkar þar, það voru auðvitað líka Samfylkingin, framsókn,frjálsyndir og líka Vinstri Grænir.
Það vill svo oft gleymast að þeir voru líka hér á þingi og það var að mestu hræðslu áróður frá þeim að við gátum ekki t.d. sett hér á fjölmiðlalög sem hefðu ekki verið svo "heimskuleg" núna eins og menn héldu þá.
kv. Ragnar Smári Guðmundsson
Ragnar Smári (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 21:30
Nú klóra ég mér í hausnum.
Miðað við stutta veru Samfylkingar í ríkisstjórn spyr ég mig hversu mikið þeir hafi getað gert þegar skaðinn var í raun skeður. Og hvað Vinstri græna snertir... hvaða ábyrgð telur þú þá bera á atburðarrásinni ?
Það hlýtur á endanum að vera flokkurinn sem setið hefur í 18 ár sem MESTA ábyrgð ber, burtséð frá öðru.
Anna Einarsdóttir, 3.2.2009 kl. 21:37
Kæri JR
ég held síður en svo að ég sé eitthvað merkilegri en aðrir, og ég var einfaldlega að benda á það að menn hneiksluðust á að fjármálaráðherran okkar væri dýralæknir og ég held að það fólk séu einmitt þeir sem gleðjast mest núna. Er ekki frá því að þú sért einn af þeim.
En því miður þá þurfum við háskólafólk með prófgráðu, ólíkt því sem þú heldur fram JR. Þú villt kanski halda því fram að háskólapróf séu óþörf. Ættum við þá ekki bara að leggja niður allar menntastofnanir þar sem þetta er svona óþarft...
En það eitt er víst að þjóðfélag sem er rekið af ómenntuðu fólki er þjóðfélag sem ég myndi ekki vilja búa í. Ekki útaf því að ég held að það sé vanhæft bara einfaldlega að ég held að menntun sé grunnur fyrir flestu sem við tökum okkur fyrir hendur...
Þú hlýtur líka að vera hrikalega stoltur af sjálfum þér að geta hreytt svona fram og flokkað þig í hóp með "öllum hinum" og sett mig fram sem einhvern mann með einstaka skoðun.
Kv. Ragnar Smári Guðmundsson
Ragnar Smári (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 21:38
Sæl Anna
Það var nú ekkert í gær sem við skrifuðum upp á þessa samninga. Held að þeir hafi verið gerðir í Ríkisstjórn D og B.
En að sjálfsögðu hefðu Samfylkingin og VG getað bent á þessa áhættu sem "enginn" virtist hafa tekið eftir
Ragnar Smári (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 21:42
Hafa vinstrimenn skilið eftir sig skuldaslóðann ?
Dóra ! Gerir þú engan greinarmun á því hvort við Íslendingar skuldum 90 milljarða eða 2150 milljarða ? Það er skuldahali sem myndast hefur í langri stjórnartíð sjálfstæðisflokksins. Aukning um Tvöþúsundogsextíu-þúsundmilljónir. Ég verð að játa að ég skil illa svona háar tölur.
En annars...... Haraldur Hansson. Takk fyrir að leyfa okkur að sitja hér að spjalli á síðunni þinni.
Anna Einarsdóttir, 3.2.2009 kl. 21:55
já takk kærlega fyrir gott spjall.
kveðja Ragnar Smári
Ragnar Smári (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 21:58
Takk öll fyrir innlitið og innleggin.
Verst að hafa ekki verið við til að taka þátt í spjallinu. Færslan var bara um breytingar á fylgi flokkanna en áhugaverð skoðanaskipti um hver ber mesta sök á bankahruninu.
Smá innlegg í þann pakka:
Lögin um gildistöku EES samningsins eru frá 1993. Hins vegar leynist IceSave gildran í lögum um Tryggingasjóðinn sem komu sex árum síðar samkvæmt EES tilskipun. Þá kom enginn auga á hættuna. Ekki heldur þegar gerðar voru breytingar á þeim þremur greinum sem opna á erlend útibú 2006, og fáeinum mánuðum síðar var fyrsta IceSave útibúið opnað.
Það er erfitt að kenna einhverjum einum um. Að benda á EES samninginn er eins og að kenna hringveginum um öll bílslys. Þetta er röð atvika og vítavert andvaraleysi sem leiddi okkur í þessa djúpu holu. Einnig pólitísk stefna um "engar reglur" sem Sjálfstæðisflokkurinn tók upp og rekja má til lagabreytinga í USA rétt fyrir jól 2000. Það verða skrifaðar margar bækur um þennan tíma þegar fram líða stundir.
Haraldur Hansson, 3.2.2009 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.