14.1.2009 | 19:45
Stressborg og ESB listaverkið
Átta tonna listaverkið sem David Černý setti upp í Brussel er hvorki stærsti né dýrasti gjörningur Evrópuríkisins. Černý svindlaði og þarf nú að útskýra hvað varð af 65 milljónum króna sem átti að greiða til listamanna.
Það þarf hins vegar enginn að útskýra hvað varð um þær 78.500 milljónir sem fóru í að byggja þinghúsið í Strasbourg. Þetta glæsilega hús er notað í 4 daga á mánuði og er miklu stærri gjörningur en sá sem tékkneski listamðurinn" framdi.
Í hverjum mánuði pakka allir 785 þingmenn Evrópuþingsins skrifstofum sínum ofan í þar til gerða kassa. Þeir eru settir í trukka og keyrt með allt til Strassborgar. Þar er tekið upp úr kössunum og menn koma sér fyrir í Louise Weiss byggingunni og byrja að funda.
Menn funda þar í fjóra daga. Þá er öllu pakkað niður aftur, sett í trukka og keyrt aftur til Brussel. Þetta er gert í hverjum mánuði. Kostnaðurinn við þetta þingmannarallý er 17 milljarðar króna á ári, greitt af skattfé þegna Evrópuríkisins. Þess á milli stendur Louise Weiss byggingin eins og hver annar skúlptúr, fólki til yndisauka.
ESB-listaverkið Entropa reyndist gabb | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.