ÖRYGGI

Þetta gæti verið íslensk lýsing nema hvað fjöldinn er meiri. Nokkur hundruð ungmenni stofna til óeirða eftir friðsöm mótmæli 10.000 manna á götum Riga. Þeim fjölmennustu í 19 ár.

Mótmælendur krefjast þess að stjórnin segi af sér og fara fram á uppstokkun á flokkakerfinu. Riga eða Reykjavík, kröfurnar eru þær sömu.

„ESB gefur okkur öryggi og stöðugleika", sagði Normunds Popens, fastafulltrúi Letta hjá ESB í viðtali sem birt var hér á mbl.is á laugardaginn. Lettar gengu í ESB 2004, eins og margar þjóðir A-Evrópu eftir hrun Sovétríkjanna

Lettland fær 30.000 milljónir evra að láni frá Evrópska fjárfestingabankanum, en gjaldmiðill landsins er tengdur evru. Þeir eru líka búnir að fá 7.500 milljónir evra frá IMF.

Hvorki evran né ESB geta varið Lettland fyrir kreppunni. Öryggið er greinilega ekki eins mikið og Popens vonaði. Aukinn samdráttur og vaxandi verðbólga, alveg eins og á Íslandi.

Fréttin með viðtalinu síðasta laugardag byrjar á uppörvandi setningum:
„Ísland sem smæsta ríki ESB gæti augljóslega ekki haft mikil áhrif á stefnu Evrópusambandsins. Það er þó ekki þar með sagt að Ísland hefði engin áhrif."


mbl.is Óeirðir vegna kreppu í Riga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yfir tíuþúsund manns mættu á Austurvöll þegar mest var, og það fékk samt ekki jafn langa umfjöllun á hvorki mbl.is eða á vísi!

Gunnar (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband