9.1.2009 | 08:54
Kyngirðu?
Opnaðu munninn og segðu A!
Í skeiðinni er bölvuð ólyfjan, en sætuefni stráð yfir. Rétt eins og Mary Poppins setti sykur á meðalið til að blekkja það ofaní börnin ... in a most delightful way. Til að byrja með virðist mixtúran skaðlaus en þegar frá líður fara einkennin að koma í ljós. Ef þú kyngir.
Okkur er sagt að mixtúran innihaldi nauðsynleg vítamín: Áhrif á stefnumótun, þátttaka í samfélagi þjóðanna, nýr gjaldmiðill, lýðræði, heilbrigðir stjórnarhættir og jafnvel aukið fullveldi. Hún gengur undir nafninu ESB, mixtúran.
En það sem sýnist gull er í reynd gaddavír.
Fjörefnin eru bara sætar Smarties pillur. Áhrif á stefnumótun hverfandi og við erum þegar fullgildir þátttakendur í samfélagi þjóðanna þó við göngum ekki í klúbbinn. Gjaldmiðillinn er tálbeitan til að blekkja okkur inn, villuljós. Lýðræðið á lítið pláss og stjórnað er að hætti stjórnmálastéttarinnar. Fullveldið er framselt í hendur henni.
Stundum þurfa menn að kyngja stoltinu en það á enginn að þurf að kyngja hverju sem er. Ekki þessu. Bara það að hafa mynd af Baroso með frétt um ESB gerir sambandið fráhrindandi.
Mary Poppins er bara ævintýri, það getur enginn flogið á regnhlíf í alvörunni eða reddað málum með því að smella fingri. Það er heldur ekki til alvöru Poppins-taska sem inniheldur allt sem okkur vanhagar um. Það er allt í plati.
Kom á óvart hvað framkvæmdastjórnin er lítil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
má ég spyrja?
HVAÐA HELVÍTIS FULLVELDI ERT ÞÚ EIGINLEGA AÐ TALA UM???
BÝRÐU Á TUNGLINU EÐA HVAÐ?
Íslendingar hafa ekkert með fullveldi að gera, líttu í kringum þig maður... og lestu fréttirnar forgodseik.
Jón Guðmundsson, 9.1.2009 kl. 10:09
Jón Guðmundsson, ef þú hefur misst trúnna á því að íslendingar geti stjórnað sér sjálfir geturðu bara flutt úr landi núna og leyft okkur hinum sem viljum Íslandi vel að vera hér í friði. Ef við förum inn í ESB þá verður ísland innan ESB alveg eins og mörg sjávarþorp eru innan íslands eftir hagræðingar fyrirtækja. Fólk flyst bara í burtu þegar enga atvinnu er að fá... þú getur bara alveg eins flutt strax. Skoðaðu hvernig fór fyrir Nýfundnalandi.
Fullveldi snýst um að ráða sér sjálfur og við Íslendingar viljum ráða okkur sjálfir en ekki fela völdin í hendur stjórnar í Brussel sem hefur allt aðra hagsmuni en fólkið okkar á Íslandi hefur.
Jóhann Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 10:26
Jón: Ísland hefur einu sinni framselt fullveldi sitt og það gafst vægast sagt illa. Þó nú séu nýir tímar og aðrar aðstæður er óþarfi að endurtaka mistökin.
Ef það er bjargföst trú þín að "Íslendingar hafi ekkert með fullveldi að gera" verður svo að vera, ég deili þeirri skoðun ekki með þér.
Haraldur Hansson, 9.1.2009 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.