Sjáið þið ekki heildarmyndina strákar?

Þessi frétt væri fyndin í Spaugstofunni. Hún væri næstum því sniðug ef það væri 1. apríl. En það er 8. janúar og fréttin er í Mogganum.

Listamaðurinn Ólafur Elíasson fer á kostum í Mogganum. Hann segir að íslensk þjóð hafa lengi saknað tónlistarhúss og nú sé það loksins að verða að veruleika. "... en þá eru allir svo uppteknir af því að leysa fjárhagsvanda þjóðarinnar að þeir hafa glatað sýn á heildarmyndina."

Ótrúlegt hvað við erum einfaldir og lummó alltaf, við Íslendingar. Að burðast við að leysa fjárhagsvanda þjóðarinnar, núna í miðri kreppunni, þegar okkur vantar tónlistarhöll með risavaxinni glerskreytingu eftir Ólaf Elíasson.

 


mbl.is Reynt að leysa mál Tónlistarhúss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já, þetta heitir svo sannarlega að tala með rassgatinu, eins og slíkar listaspírue kunna svo vel. Göfugt af honum að koma verkinu svona til varna, hafandi svo litla hagsmuni sjálfur.

Ég kallaði þetta hús "fylleríið við höfnina" frá upphafi. Einhvert mesta rugl sem íslendingar hafa ráðist í og minnisvarði um það hversu gersamlega við höfum slitnað úr tengslum við raunveruleikann.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.1.2009 kl. 19:37

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ömurlegt að menningarspenarnir hafi þornað upp. Ólafur Elíasson og félagar verða nú að hætta í vínarbrauðunum og borða rúgbrauð, eins og við hin.

Brjánn Guðjónsson, 8.1.2009 kl. 20:44

3 identicon

ég verð nú að viðurkenna að ég er sammála Ólafi um að við megum ekki gleyma öllu öðru þrátt fyrir þessa krísu. ég er gríðarlega ósátt við að framkvæmdir við tónlistarhúsið séu hættar - bæði vegna ásýndar borgarinnar og svo allra þeirra sem höfðu atvinnu af því að reisa það.

inga hanna (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband