Svo mælir stækkunarkommissar ESB

Olli Rehn er stjórnmálahagfræðingur og starfar sem stækkunarkommissar í ríkisstjórn ESB. Það er fróðlegt að rýna í svör hans í Moggaspjallinu.

Jafnvel þótt ákveðnar aðferðir hafi virkað í einu ríki þá duga þær ekki endilega í öðru.


Rehn er að tala um aðferðir Finna við að glíma við kreppuna á tíunda áratugnum. Þær grundvölluðust á því að verða hluti af "pólitísku samráði ESB" eins og hann orðar það, og að taka upp evru.

Václav Klaus, sem tók við forsæti í Evrópusambandinu núna um áramótin, talar á svipuðum nótum um evruna. Hann dregur stórlega í efa að einn pólitískur gjaldmiðill geti þjónað hlutverki sínu þegar hagsmunir fjölmargra ólíkra hagkerfa togast á.

Síðan segir stækkunarkommissarinn finnski:

En jafnvel Finnland á enn við erfiðleika að glíma og maður skyldi ekki vanmeta þá.


Einum og hálfum áratug eftir að Finnar meðtóku evrópska fagnaðarerindið eiga þeir í umtalsverðum erfiðleikum. En hann Olli Ilmari Rehn nefndi ekki tölur um atvinnuleysi í heimalandi sínu það sem af er þessari öld, enda myndi það spilla myndinni af sæludögum í Evrópuríkinu. 

Þessi sami Olli Rehn vill tæla Ísland inn í Evrópuríkið, enda er það vinnan hans. Hann er stækkunarráðherra. Athyglisvert, þegar maður hugsar út í það, að í ríkisstjórn ESB skuli vera sérstakt stækkunarráðuneyti. 

 


mbl.is Getur Ísland dregið lærdóm af finnsku leiðinni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband