Þarf nokkuð að rannsaka?

Jæja, svo það sótti enginn um.

Líklegir umsækjendur hafa fylgst vel með fjölmiðlum síðustu daga og séð að þetta var óþarft embætti. Sigurður Einarsson og Hreiðar Már eru búnir að upplýsa að það voru engar ólöglegar hreyfingar á fjármunum frá Kaupþingi.

Jón Ásgeir upplýsti á heilli opnu að að hann setti Ísland ekki á hausinn. Svo það máli er afgreitt.

Og það sem mestu máli skiptir: Það er ekki enn búið að skipa rannsóknarnefndina. Það er dregið og dregið. Ég velti því fyrir mér í síðustu færslu hvort það væri gert af ásetningi. 

Til hvers að skipa saksóknara ef ekkert á að rannsaka? Það sækir enginn um embætti sem á ekki að gera neitt. Er ástæðan ekki einmitt sú að það trúir því enginn lengur að ríkisstjórnin ætli að aðhafast neitt í málinu?

 


mbl.is Enginn sótti um embætti sérstaks saksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Einni og hálfri klukkustund eftir að færslan var skrifuð kom frétt um að rannsóknarnefndin sé nú fullskipuð. Loksins.

Umsóknarfrestur um starf sérstaks saksónara var framlengdur til 12. janúar. Kannski að einhver sæki um núna þegar hugsanlega verður eitthvað fyrir hann að gera.

Haraldur Hansson, 30.12.2008 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband