20.12.2008 | 15:44
MÓTMÆLIN: Mörg, mörg þúsund manns
Í dag er laugardagur, dagur til að mótmæla. Klukkan þrjú mættu Íslendingar, þúsundum og aftur þúsundum saman í Kringluna og Smáralind. Nýjustu tölur af Korputorgi hafa ekki borist.
Þar versluðu menn við Baug og komu við í Next og Noa Noa til að redda jólagjöf í leiðinni.
Það voru líka nokkur hundruð manns sem gáfu Vísakortunum smá pásu. Gáfu sér tíma til að standa í þögulli mótmælastöðu, ellefu mínútur á Austurvelli.
Vonum að það verði lokað vegna vörutalningar á þriðja í jólum.
Þögul mótmæli á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ha voru 100 á Austurvelli?? Ertu viss??
Þið eru orðin að athlægi með ofbeldi ykkar og hroka - þið eruð líka að fá fólk upp á móti ykkur - gætið að svo sá hópur vaxi ekki upp í fjöldahreyfingu - þá lendið þið í vandræðum
Ólafur I Hrólfsson
Ólafur I. Hrólfsson (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 16:16
Það var á annað þúsund á Austurvelli.
Fín stemming og hressileg samkoma.
Sá m.a. alþingismenn þar. Þetta er allt á réttri leið.
Kveðja Hákon Jóhannesson
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 16:52
Það er átakanlegt að fólk haldi áfram að versla við sama liðið og setti þjóðfélagið allt á hausinn. Ég held stundum að fólk á þessu landi sé heiladautt.
Theódór Norðkvist, 20.12.2008 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.