17.12.2008 | 17:42
Allir þingmenn þurfa að taka próf
"Veistu, ég bara veit ekki nógu mikið um þetta" svaraði þingmaðurinn og bað kollega sinn að svara fyrir sig. Fundargestur út í sal var að spyrja um ESB og evruna. Samt var þessi sami þingmaður ekki í minnsta vafa um stuðning sinn við inngöngu Íslands í Evrópusambandið.
Þetta á að banna!
Í þessari frétt er sagt frá að umsækjendur þurfi að standast íslenskupróf til að fá íslenskan ríkisborgararétt. Það er sjálfsagt að þingmenn þurfi að standast Evrópupróf til að geta sótt um ríkisborgararétt fyrir alla íslensku þjóðina í Evrópuríkinu.
Þingmenn verða að setja sér reglur og ákveða að allir gangist undir próf. Prófið á hvorki að vera smásmugulegt né kvikindislegt. Kannski 100 spurningar um grundvallaratriði; stjórnkerfið, valdið, myntbandalagið, hlutverk þjóðþinga og meginlínur í stefnu sambandsins í fáeinum málum sem helst varða Ísland. Þetta er bara lágmarkskrafa.
- Það á enginn þingmaður að fá að stíga í ræðustól Alþingis í umræðum um ESB nema að hafa fengið minnst 6,0 á prófinu.
- Það á enginn þingmaður að fá að greiða atkvæði um neitt varðandi aðild Íslands að ESB nema að hafa fengið minnst 8,5 á prófinu.
Þetta er svo stórt mál að það verður að gera auknar kröfur um þekkingu þingmanna á málinu. Það má ekki fara með þetta eins og verið sé að greiða atkvæði um framleiðslu á áburði, vörugjald af nagladekkjum eða götuljós á Hellisheiði.
Þetta er mál sem snertir alla Íslendinga um fyrirsjáanlega framtíð.
Formaðurinn með stálhnefann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mjög góð ábending...en í landi þar sem dýralæknar geta verið fjármálaráherrar og uppgjafa stjórnmálamenn með lögfræðipróf sinna starfi seðlabankastjóra...myndi það þá ekki skjóta skökku við ef gerð væri sú krafa til þingmanna að þeir vissu nokkurn skapaðan hlut um nokkurn andskotann?
Ignorance is bliss.
Róbert Björnsson, 17.12.2008 kl. 18:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.