17.12.2008 | 09:39
En Ísland? Hvar er Ísland?
Ástralía, Bandaríkin, Brasilía, Bretland, Chile, Danmörk, Erítrea, Frakkland, Holland, Írak, Írland, Ítalía, Kanada, Kosta Ríka, Króatía, Nýja Sjáland, Púertó Ríkó, Rúmenía, Serbía, Singapúr, Síngapúr, Spánn, Sviss, Svíþjóð, Tæland, Úrúgvæ, Venesúela.
Á augnabliki er hægt að finna reglur um þjóðaratkvæðagreiðslur í öllum þessum löndum á netinu. Bara googla "Referendum". Á listann vantar bæði Ísland og Evrópusambandið.
Í Danmörku dugir að 1/3 hluti þingmanna kerfjist þjóðaratkvæðis. Væri sú regla hér dygði 21 þingmann og það væri sterkt aðhald fyrir stórnvöld.
Á Íslandi eru bara þrjár ástæður gefnar fyrir þjóðaratkvæði í stjórnarskránni. Það er ef forseti synjar um undirskrift laga, ef forseta er vikið frá og ef breyting er gerð á kirkjuskipan.
Í Evrópusambandinu eru menn ekkert mikið gefnir fyrir þjóðaratkvæði. Það pirrar þá bara þegar lýðræðið þvælist fyrir. Eftir að Stjórnarskrá Evrópu var felld með þjóðaratkvæðagreiðslum í Hollandi og Frakklandi var hún endurútgefin sem "Samningur" (kenndur við Lissabon). Þetta var "lagatæknileg redding" til að komast hjá óþægilegu lýðræðinu. Menn reiknuðu ekki með að á Írlandi þyrfti að kjósa og þar var stjórnarskránin felld.
Nú ætla júrókratarnir í Brussel - sem þola ekki neitt truflandi lýðræði - að neyða Íra til að kjósa aftur. Þar verður "Referendum" breytt í "Never-end-um" þangað til Írar hlýðnast lýðræðislegum fyrirskipunum Ríkisins og kjósa rétt.
Það er gott fyrir lýðræðið þegar til eru skýrar reglur um hvenær skal leggja mál í dóm almennings. Það vantar líka Grikkland á listann.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.