16.12.2008 | 22:55
Þetta er algjör nagli
Það er ekki furða að fylgi Gordons Brown aukist í Bretlandi. Þetta er algjör nagli sem lætur verkin tala. Við Íslendingar erum auðvitað foxillir út í hann (vonandi með réttu) vegna hryðjuverkalaganna, en ég held að þau vegi ekki þungt í auknu fylgi.
Það er sama hvert litið er, alls staðar er Gordon Brown að gera eitthvað: Hækkun tekjuskatta, fjölgun starfa, lækkun orkukostnaðar, auknar opinberar framkvæmdir, lækkun virðisaukaskatts, orkusparnaður og fleira og fleira, bara nefndu það. Hann er með allar klær úti og lætur verkin tala.
En hvað með Ísland? Hverjar eru aðgerðirnar hér?
Gjaldeyrishöft og björgunarpakki fyrir fyrirtæki. Prýðilegt. En það sem heimilum var boðið uppá er ekki upp á marga fiska. Stjórnina skortir kjark til að gera nauðsynlegar mannabreytingar af ótta við seðlabankastjóra. Hún getur ekki einu sinni klárað eftirlaunalögin skammlaust.
Forystan er þjökuð af ákvarðanafælni; það er ekkert verra en það í kreppu. Til að bæta gráu ofan á svart snúast þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins nú hver á fætur öðrum í átt til Evrópusambandsins, í von um bætt persónulegt pólitískt gengi. Skítt með þjóðarskútuna.
Það er sorglegt að sjá menn eyða tíma í slíka vitleysu. Innganga í ESB er svo langt, langt, langt, langt frá því að geta nokkurn tímann orðið lausn á kreppunni. Kreppan er núna! En hugsanlegur hagur af lítillega auknu samstarfi við Evrópusambandið eftir mörg ár getur ekki bjargað neinu.
Hvenær verður kosið?
Brown sækir í sig veðrið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
He is at least doing something....Looking after the Brits....Your Goverment are sat blaming everybody else. Get the real gangsters....Bjorgulfur, Jon asgeir........We cannot understand your Government.....Are they tied up in this corruption?
Good luck Island. I hope you get rid of the people who really caused this crash.....I hope their football clubs crash and I hope their million pound Yachts sink, although not with loss of life... WAKE UP THE ICELANDIC GOVERNMENT !!!
Fair Play (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 23:22
I don't know if you read Icelandic, "Fair Play", but your first 17 words is more or less what my comment is all about.
Cheers!
Haraldur Hansson, 16.12.2008 kl. 23:38
fylgið á eftir að hrynja af honum þegar kreppan heldur innreið sína af fullum þunga inn í vestur evrópu eftir áramót. það er ekki spurning um hvort, heldur hvenær vestur evrópsku ESB ríkinn fara í þrot.
Fannar frá Rifi, 17.12.2008 kl. 00:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.