15.12.2008 | 17:35
Það tókst ekki fyrr en í fyrstu tilraun
Titanic er ósökkvandi skip, sögðu þeir. En svo sökk það. Það að ganga í ESB er risavaxið verkefni, rétt eins og smíði Titanic. Sú stjórn sem nú situr hefur ekki umboð til að aðhafast neitt í þeim efnum, hún myndi "sökkva Íslandi" í fyrstu tilraun. Á því er ekki minnsti vafi.
Þó Svartfjallaland sæki um á það ekki að hafa áhrif á Ísland og heldur ekki kapphlaup við Króatíu. Ríkisstjórn þarf að hafa burði til framkvæmda, sú sem nú situr hefur þá ekki.
Ríkisstjórn sem getur ekki afnumið lítil eftirlaunaólög.
Ríkisstjórn sem lætur óreiðumenn rannsaka sjálfa sig.
Ríkisstjórn sem sofnaði á verðinum.
Ríkisstjórn sem tók ekki mark á aðvörunum.
Ríkisstjórn sem klúðraði samningunum um IceSave.
Ríkisstjórn sem starfrækir skilanefndir sem vinna í laumi.
Ríkisstjórn sem þorir ekki að skipta út embættismönnum.
Ríkisstjórn sem leynir bankamálaráðherra upplýsingum um bankamál.
Ríkisstjórn sem er studd af þingmönnum sem vita ekki hvað ESB er.
Ríkisstjórn sem klúðraði umsókn um sæti í öryggisráði SÞ
Ríkisstjórn sem segir að almenningur sé "ekki þjóðin"
Ríkisstjórn sem man ekki hvort sagt var 0% eða útilokað.
Ríkisstjórn sem man ekki hvort fundur hafi verið símtal.
Ríkisstjórn þar sem annar flokkurinn hefur í hótunum við hinn.
Ríkisstjórn þar sem annar flokkurinn afneitar seðlabankastjóra.
Ríkisstjórn sem tapað hefur trausti íslensks almennings.
Ríkisstjórn sem fær 32% fylgi í skoðanakönnunum.
Ríkisstjórn sem var 11 vikur að koma á fót rannsóknarnefnd.
Ríkisstjórn sem gefst upp á að taka á eigin klúðri.
Nei takk kærlega fyrir. Þessi ríkisstjórn hefur í besta falli umboð til að reyna að halda kúrs til vors og uppfylla skilmála IMF. Síðan að rjúfa þing og boða til kosninga. Þar á að fjalla um ESB.
Sú stjórn sem tekur við eftir kosningar fær hugsanlega umboð frá kjósendum og getur þá farið í aðildarviðræður.
Liður númer níu er að gefnu tilefni, því miður.
Svartfjallaland sækir um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.