15.12.2008 | 12:38
ÁFRAM ÍRLAND! (Hvað kom eiginlega fyrir?)
Skjótt skipast veður í lofti. Það eru aðeins tveir mánuðir síðan Brian Cowen, forsætisráðherra Írlands, þakkaði ESB og evrunni að Írland lenti ekki í svipuðum hremmingum og Ísland.
En hvað gerðist?
Nú hafa Írar ákveðið að setja 1.560 milljarða króna í að bjarga bönkunum sínum. Miðað við höfðatölu, er þetta 26% hærri fjárhæð en íslenskir þegnar hefðu þurft að greiða fyrir lánið sem Glitnir bað um til þrautarvara og lánið sem Landsbankinn bað um vegna IceSave, samanlagt. Samt er bankakerfið þar ekki tíu sinnum stærra en sólin eins og hér var.
Nú hafa hlutabréf í Bank of Ireland fallið um 92% og bréf í AIB fallið um 88%.
Þessi frétt um björgunaraðgerðir ríkisins kemur aðeins nokkrum dögum eftir að Brian Cowen tilkynnti Írum að þeir skuli kjósa aftur í haust um Lissabon samninginn, sem var felldur í þjóðaratkvæði 12. júní. Maður finnur til með Írum.
Írskir fá endurfjármögnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef við hefðum verð tilbúinn að taka á okkur 9.000 milljarða króna ábyrgð á skuldum íslensku bankana þá værum við í sömu stöðu og Írar. Írsk stjórnvöld ábyrgjast öll lán írskra banka. öll. bæði innlán, útlán og milli bankalán.
við blótum og rögnum og munum taka á okkur allt að 400 milljarða króna skuld vegna Icesave og síðan vextina af IMF láninu. við hliðina á skuldbindingunum sem Írar hafa á sínum herðum þá fer landið beint í gjaldþrot ef bankarnir falla. Hérna erum við í samanburði bara á leið inn í kreppu.
Fannar frá Rifi, 16.12.2008 kl. 13:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.