Einhliða upptaka hvað?

Í gærmorgun las ég hina umtöluðu grein í Fréttablaðinu um einhliða upptöku á evru. Hvort hugmyndin er góð veit ég ekkert um, ég hef ekki nógu háa fútsí-vísitölu til að setjast í dómarasæti. En það er margt áhugavert í þessari grein.

Þar er m.a. sagt "... utan Evrópusambandsins eru sex smáríki sem nota evru sem sinn gjaldmiðil." Einnig er fjallað um "einhliða upptöku á mynt" í greininni. Í umræðunni virðist þessu tvennu slegið saman og fullyrt að til séu fordæmi um einhliða upptöku á evru.

 

En hver eru þessi sex ríki? Þau eru ekki nefnd í greininni. Í Silfiri Egils kom annar höfundur fram og nefndi San Marínó og Vatíkanið, ásamt öðrum. Það er þó ekki rétt, þessi ríki, ásamt Mónakó og tveimur öðrum, nota evru sem formlegu samþykki ESB, frá 1999.

Af þeim sex ríkjum sem skráð eru evrunotendur utan ESB og án formlegs samþykkis eru Kosovo og Svartfjallaland stærst. Í lok stríðsins í fyrrum Júgóslavíu gátu þau ekki hugsað sér að nota dinarinn, sem er serbneskur, af pólitískum ástæðum. Þýska markið varð fyrir valinu og fengu ríkin aðstoð við að taka það upp. Þegar Þýskaland tók upp evruna var hún tekin upp í Kosovo og Svartfjallalandi líka.

Andorra er ekki með eigin mynt en evran kom á sínum tíma í staðinn fyrir franka og peseta. Þau þrjú dvergríki sem þá eru ótalin eru Saint Martin (33.100 íbúar), Saint Barthélemy (8.400 íbúar) og afmörkuð svæði 14 þúsund íbúa á Kýpur sem heyra undir Bretland.

 

Eftir því sem ég fæ best séð hefur ekkert sjálfstætt ríki með eigin gjaldmiðil tekið upp evruna einhliða. Sú hugmynd sem hæst er talað um núna á sér því ekkert fordæmi. Ef marka má viðbrögð frá ESB væri þessi gjörningur ekki vel séður og jafnvel í óþökk sambandsins. Er það gæfulegt?

Í þessari sömu grein er ein setning sem ég hef ekkert séð fjallað um, þó hún sé ekki síður áhugaverð: "Með upptöku gjaldmiðils felst aftur á móti afnám gengisstefnu með öllu og afsal stjórnar peningamála til annars seðlabanka."  


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hvað getur ESB gert ef við tökum upp evruna? Eitthvað sem mun hafa verri afleiðingar en 800 milljarða lán sem hverfur á nokkrum dögum, svo að við sitjum uppi með afborganir án eigna?

Villi Asgeirsson, 11.11.2008 kl. 14:38

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Ég hef ekki minnstu hugmynd, eins og ég sagði í inngangi þá hef ég ekki nógu háa fútsí-vísitölu til að dæma.

Með þessari færslu var ég að draga fram að sá kostur sem hefur verið í umræðunni hefur aldrei verið framkvæmdur áður, þ.e. ekki með evruna. Það útaf fyrir sig dæmir hann ekki úr leik.

Haraldur Hansson, 11.11.2008 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband