VARÚÐ: Hættuleg skepna í framboði

Stundum grípa menn til hræðsluáróðurs og þá helst þeir sem hafa vondan málstað að verja. Fyrir fimm árum var sett nýtt met í lágkúru í þeim efnum þegar Icesave hákarlinn var kynntur til sögunnar. Á bak við hann stóð Áfram hópurinn sem auglýsti grimmt og eyddi milljónum og aftur milljónum í að berjast gegn málstað Íslands.

icesave_hakarlOg nú er sjálfur Iceave hákarlinn kominn í framboð. Hann var settur í nýtt gervi og gengur undir dulnefninu "Viðreisn".

Að Icesave hákarlinum stóðu m.a. Benedikt Jóhannesson, Hanna Katrín Friðriksson og Dóra Sif Tynes, sem nú eru öll í framboði fyrir hákarlinn Viðreisn. Þeim þótti sanngjarnt verð fyrir farmiða til Brussel að dæma þjóðina til fátæktar í nokkrar áratugi. Þeirra stóri draumur er enn að koma Íslandi inn í Evrópusambandið.

Hákarlinn reynir að telja kjósendum trú um að Málið eina sé ekki eina málið. Beina athyglinni frá því með vaxtalækkun, launajafnrétti og öðru sem gagnast í atkvæðaveiðum. Og auðvitað myntráð (sem er reyndar búið að prófa og virkar ekki). Bara ekki beina kastljósinu að esb þráhyggjunni.

  • Fyrir fimm árum börðust þau gegn þjóðinni og nú segjast þau ætla að vinna fyrir hana. Á ég að treysta því? Nei takk.
  • Fyrir fimm árum höfðu þau rangt fyrir sér og það benda engin skynsamleg rök til annars en að þau hafi kolrangt fyrir sér núna líka.

Þarna er enn sama fólkið með sömu hættulegu hugmyndirnar um brusselska sæluríkið. Það þarf heldur betur að biðja Guð að blessa Ísland ef hákarlinn kemst til áhrifa.


Hvers vegna "C"?
Eitt af því sem einkennir fólk með esb þráhyggju er að það hefur enga trú á að íslenska þjóðin geti sem best ráðið sínum málum sjálf. Hún þurfi brusselskar hækjur. Það er eitthvað svo táknrænt fyrir vantrú Viðreisnar á þjóðinni að velja listabókstafinn C, sem er ekki notaður í íslensku.


(MYND: Viðreisn æfir kafsund, án dulargervis.)
 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú er Indriði skattmann búinn að snúa faðirvorinu upp á fjandann í grein þar sem hann reiknar og reiknar og finnur út að Icesaveklúðrið sé sök þessarar ríkistjörnar. Að við höfum borgað 50 milljörðum of mikið.

Það er langt seilst í sovétskri söguskoðun nú hjá manninum sem barðist hvað harðast fyrir að almenningur tæki klafann á sig.

Þeir eru ekki á flæðiskeri staddir píratarnir með Svan Kristjánsson og Indriða Þorláksson sem hugmyndafræðiegt bakland.

Maður vonar bara að Sjálfstæðisflokkurinn haldi forystunni og fái umboð til stjórnarmymdunnar. Annars er ég ekki viss um hvort ég treysti mér að búa í landinu.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2016 kl. 06:42

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

    • Tek hér mjög undir mál þitt.

    • Fyrir fimm árum börðust þau gegn þjóðinni og nú segjast þau ætla að vinna fyrir hana. Á ég að treysta því? Nei takk.

    • Fyrir fimm árum höfðu þau rangt fyrir sér og það benda engin skynsamleg rök til annars en að þau hafi kolrangt fyrir sér núna líka.

    Þarna er enn sama fólkið með sömu hættulegu hugmyndirnar um brusselska sæluríkið. Það þarf heldur betur að biðja Guð að blessa Ísland ef hákarlinn kemst til áhrifa. 

    Hrólfur Þ Hraundal, 27.10.2016 kl. 07:28

    3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

    Maður vonar bara að Sjálfstæðisflokkurinn haldi forystunni og fái umboð til stjórnarmyndunnar. Annars er ég ekki viss um hvort ég treysti mér að búa í landinu.

    Jú ! Jón Steinar Ragnarsson, við leggjum ekki á flótta og svo rökvísan þekki ég þig að ég vil ekki missa.

    Taktu eftir Jón Steinar að Píratar er barna klúbbur sem heldur að hann sé fullorðinn en nafnið Píratar höfðar til ævintýraheims barna og unglinga og þar liggja vinsældirnar.

    En gagnið, það er svo allt önnur slepja.  

    Hrólfur Þ Hraundal, 27.10.2016 kl. 08:09

    4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

    Mér er fyrirmunað að skilja þau stjórnmálaöfl sem vilja ólm, með góðu eða illu koma okkur inn í ESB, bandalag sem er í upplausn og taka upp evru sem hönnuðir þeirrar myntar telja ónýta. Að menn skuli leyfa sér að nota öfugmæli til að blekkja fólk sambanborið við nafnið á samtökum sem kölluð hafa verið "JÁ ÍSLAND" en hafði ekkert jákvætt í för með sér hvað Ísland varðar.

    Eins og þú Haraldur bendir réttilega á þóttist þetta fólk, sem nú fer fyrir öfugmæla hópnum "Viðreisn", vinna Íslandi heill, en í raun vildu þau vinna landinu óheill, að því fólki er ekki hægt að treysta og það hefur ekkert breyst frá því "JÁ ÍSLAND" var stofnað.

    Fari svo að núverandi stjórnarflokkar þurfi á þriðja hjóli undir vagninn að halda ætti "Viðreisn" ekki að vera kostur í þeim efnum. Þeir hafa sýnt og sannað að sá flokkur er ótrúverðugur.

    Tómas Ibsen Halldórsson, 27.10.2016 kl. 11:28

    5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

    Þakka góðan pistil síðuhöfundar. Hvar er Steingrímur J.? Þistilfjarðarkúvendingurinn? Hákarlinn tannmikli sem klippir allt gott í sundur, þegar honum hentar, með strengjabrúði sinni, síbrosandi og álfgerðri? Þetta bros hefur svikið einu sinni og mun avíkja aftur, vegna þess að það er í eðli strengjabrúða að gera það, sem sá sem spottunum ræður ákveður og stjórnar. Sá hinn sami og skóp brúðina, opnar sig ekki fyrr en eftir kosningar. Lýgur án þess að blikna. Svo lævís og lipur er hann, enda setið lengur en nokkur annar á þingi. Þekkir allar klóku línurnar, semur einungis fyrir sjálfan sig, en gefur skít í almannahagsmuni. Útávið er brosandi písl varpað, en úlfurinn liggur í greni sínu og telur sig hólpinn gagnvart allri gagnrýni. VG er pínlegt afl, srjórnað af einum mesta sjálfstæðisafsalsviðriðni Íslandssögunnar, þegar völd og stólar voru annars vegar. "Guð blessi Ísland" ef þetta afsprengi Þistilfjatðarkúvendingsins kemst í ríkisstjórnaróreiðu vinstri bjálfanna, ásamt Pírötum, sem hafa ekki hugmynd um hvað efnahagskerfi er byggt á, frekar en almenna tengingu við daglegt líf einfaldra Íslendinga.

     Afsakaðu fyrirferðina, síðuhafi, en á stundum missir maður sig;-)

     Góðar atundir, með kveðju að sunnan, Íslandi og þeim sem það land byggja.

    Halldór Egill Guðnason, 29.10.2016 kl. 01:08

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband