Þegar Össur fór norður og niður

Frá kosningunum 2009 hefur Össur Skarphéðinsson verið fyrsti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður. Hann færði sig yfir Miklubraut fyrir kosningarnar á laugardaginn og nú verður hann fjórði þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður. Hann fór því bókstaflega norður og niður.

Það er skemmtilega táknrænt fyrir þann dóm sem hæstvirtir kjósendur felldu yfir esb-þráhyggju Samfylkingarinnar. Allt síðasta kjörtímabil hefur Össur starfað sem sérlegur áróðursfulltrúi Brusselveldisins, þótt hann hafi þegið laun sem utanríkisráðherra Íslands.

Nú hafa kjósendur sent hann og Samfylkinguna alla í frí. Það er þreyttasti þingflokkur landsins, sá eini þar sem engin endurnýjun varð. Bara sama gamla þreytta liðið. Þau verða að fara að vilja kjósenda og sitja saman í skammarkróknum næstu fjögur árin. Og lengur, ef þau láta ekki af þráhyggjunni.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Heldurðu að ég hafi ekki rekizt á dýrið um daginn ...

og orti: 

 

Í Ánanaust í dag er leið mín lá,

ég landsins versta fjanda rakst þar á

og þóttist góður að þykjast ekki sjá 'ann

–––þetta var Össur; réttast væri' að slá 'ann!

 

Svo verða menn bara að gizka á, í hvaða merkingu taka ber lokaorðin.

Jón Valur Jensson, 30.4.2013 kl. 03:17

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Má til að benda á þennan þátt 1. maí göngunnar á morgun: http://www.facebook.com/events/475239229214991/?fref=ts

Rakel Sigurgeirsdóttir, 30.4.2013 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband