15.4.2013 | 21:39
Össur afskrifar ESB
Eitt af því sem ríki gefa frá sér við inngöngu í Evrópusambandið er rétturinn til að gera fríverslunarsamninga. Og ekki nóg með það, þeir samningar sem ríkið kann að hafa gert falla sjálfkrafa úr gildi við aðild.
Össur veit að það væri ekki til neins að semja við Kína ef Ísland væri á leið í Evrópusambandið. Hann er greinilega búinn að afskrifa ESB í hjarta sínu því hann fór glaður til Peking að skrifa undir. Kínverjar væru heldur ekki að eyða púðri í samning sem hefði ekkert gildi.
Í nýliðinni viku gaf Jón Baldvin evrunni falleinkunn. Lýsti henni sem gallagrip á ótraustum grunni og talar um dýrkeypt mistök. Það er skammt stórra högga á milli.
Spurningin er hvort formaðurinn Árni Páll og varaformaðurinn Katrín hafi kjark og pólitískt þrek til að fylgja fordæmi þeirra félaga og slá brusselska dagdrauma út af borðinu. Ef þau snúa sér ekki að einhverju raunhæfu heldur fylgið áfram að hrynja af þeim.
Og hin samfylkingin, Björt framtíð, er nú orðin munaðarlaust naflaframboð um ekki neitt.
Össur: Ísland fær forskot á Kínamarkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
já já - allir búnir að afskrifa esb
Rafn Guðmundsson, 15.4.2013 kl. 23:19
Nú bætist Stefán Ólafsson prófessor líka í þennan hóp Samfylkingarfólks sem finnst ESB stefna Samfylkingarinnar beinlínis vera röng eða hafa alla vegana miklar efasemdir um þessa stefnu.
Alla vegana er þessi öfgasinnaða ESB stefna ekki að skila flokknum neinu nema afhroði !
En ÁPÁ gefst ekki upp því að hann kann ekkert annað, það var búið að forrita hann úti í Brussel.
Því segist hann nú frekar vilja tapa fylgi en skipta um stefnu.
Gunnlaugur I., 15.4.2013 kl. 23:24
Er ekki kominn timi til ad reyna ad hemja undirskrifta og ferdagledi Ossurar med einhverjum haetti? Hann hefur litid gert annad i radherratid sinni, en ad solunda almannafe i glorulausa Bruss"elsku" og ferdalog a Saga Class og 5 stjornu hotelum a dagpeningum, fyrir utan nu endalausa bladrid um agaeti evropusambandsins og omurleika Islands an adildar.
Mikid held eg ad urridinn a Thingvollum verdi feginn ad sja vin sinn aftur, ad loknum kosningum. Thar er nefnilega heimavollur ferdalangsins og thar hefur hann stadid sig bysna vel, blessadur karlinn.
Hvernig Urridakynlifsfraedingur getur sidan ordid utanrikisradherra, er mer hins vegar hulin radgata og sennilega efni i miklar rannsoknir. Ohaefir radherrar allra flokka hafa grafid undan okkur med vanthekkingu og oradsiu, undanfarna aratugi. Vonandi rennur sa dagur einhvern timann upp a Islandi, ad fengid er fagfolk til ad sinna radherrastorfum, en ekki flugfreyjur, dyralaeknar, jardfraedingar eda adrir, sem geta vel verid hid maetasta folk, en hefur taepast thekkingu eda getu til ad sinna sinum storfum sem thyrfti. Valdasykin a sennilega storan thatt i thvi, hvernig komid er fyrir okkur.
Halldór Egill Guðnason, 16.4.2013 kl. 03:33
Rétt hjá þér Haraldur. Maður a að fylgjast með þvi sem menn gera, sérstaklega þegar það skýtur skökku við það sem þeir segja. Það hefur sjaldnast verið vit i þvi sem Össur segir.
Ragnhildur Kolka, 16.4.2013 kl. 06:29
Viðskiptareglur ESB og fleiri stórríkja eins og USA eru ófullnægjandi og leiða til að eitt hrun tekur við af öðru. Ástæðan er m.a. ör þróun í tækni og viðskiptum. Stjórntæki peningaprentun seðlabanka er nær máttlaust i dag, þar sem peningar eru æ minni hluti viðskipta sem fer fram með kortum. Tæknin hefur ekki bara kosti heldur auðveldar glæpalýð handverkið. Skuldasöfnun USA er svo hrikaleg að einstaklingur með slíka aukningu skulda myndi verða settur í "gjörgæslu" bankans.
Svo er enn eitt vandamál sem steðjar að okkur í vestrænum heimi, það er að við verðum að deila gæðunum með fleirum. Áður gátu rúm 20% heimsins bruðlað með næstum 80% gæðanna. Nú koma Suðurameríka, stærsti hluti Asíu og fara heimta stærri hluta kökunnar. Við eigum enn nóg eftir, en það er sárt að minnka við sig!
Þessu þurfum við og ESB að bregðast. Við sem lítil þjóð eru mun betur í stakk búin að skerpa reglur um löggæslu í viðskiptum en ESB, sem er risavaxið.
Það er ekki nóg að bregðast við hruninu, heldur þarf að hindra að það endurtaki sig. ESB gæti síðan tekið sér svipaðar reglur án þess að verða hluti Íslands, ;o)
Sigurður Gunnarsson, 16.4.2013 kl. 07:29
Þetta er frábær pistill hjá þér, Haraldur. Ég hef verið að vísa á hann af Facebók og Fullveldisvaktinni okkar ESB-innlimunarandstæðinga og jafnvel á Evrópublogginu!
Segi ekki meira í bili, en hjartans þakkir fyrir þetta meistarablogg.
Jón Valur Jensson, 16.4.2013 kl. 12:41
Jú, ég vísaði líka í þessi skrif þín í símainnleggi á Útvarpi Sögu fyrir hádegið, í þætti hjá Arnþrúði Karlsdóttur (og tengdi þetta fyrst Icesave-málinu). Þátturinn verður væntanlega endurtekinn í kvöld, þótt hann komi ekki vel út fyrir I-listann og aðra framboðslista (Samf., VG, "Bjarta framtíð", Píratana og "Lýðræðisvaktina hans ESB-Þorvaldar) sem vilja halda Össurar-umsókninni áfram í gangi, þótt sjálfur sé hann greinilega búinn að "afskrifa ESB í hjarta sínu", eins og þú segir!
Fylgið við ESB-inngöngu er nú, hvort eð er, ekki meira en 27% nú um stundir skv. könnun félagsvísindadeildar HÍ !
ÁPÁ formaður og Katrín Júl. varaformaður fara nú að eiga erindi á Þjóðminjasafnið með því háttalagi sínu að vera sísífrandi um að við eigum enga framtíð án ESB.
Jón Valur Jensson, 16.4.2013 kl. 12:51
Já, Píratarnir eru enn einn ESB-umsóknarflokkurinn!. Samt þykjast þeir á móti auðhringum!
Jón Valur Jensson, 16.4.2013 kl. 12:53
Hef fyllgst með skrifum þín s.l. misserin en aldrei komenterað á ruglið þitt.
"Guð blessi þig" eineldissekkur Haddi Hans
Kristinn J (IP-tala skráð) 16.4.2013 kl. 16:46
Þetta var nú ævintýralega órökstutt !
Jón Valur Jensson, 16.4.2013 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.