Viðbrögð hinna tapsáru

Ólafur Ragnar hlaut einungis stuðning 35% atkvæðabærra manna í landinu, er haft eftir Ólínu Þorvarðardóttur í viðtengdri frétt. Hún telur það ekki sannfærandi og líkir því við að fá gula spjaldið.

Þetta eru viðbrögð ýmissa andastæðinga ÓRG, sem að mestu eru Samfylkingarfólk og esb-sinnar.

  
Hvað mun þetta sama fólk segja þegar kosið verður um esb-aðild?

Þegar kosið verður um aðild að esb verður það margfalt stærra mál. Það sem þá er undir er stjórnskipan landsins til framtíðar en ekki skipan í eitt embætti í fjögur ár.

Verður þá gerð krafa um meirihluta atkvæðabærra manna? Ef kjörsóknin verður t.d. 80% og af þeim segja 52% já, munu þau telja það fullnaðarsigur? Eða telst tillagan felld þar sem "einungis tæp 42% atkvæðabærra manna í landinu" samþykktu fullveldisframsal?

  
Krafan um meirihluta atkvæðabærra manna

Fordæmið er til. Þegar greidd voru atkvæði um stofnun lýðveldisins fyrir tæpum sjö áratugum voru setta reglur sem tryggðu að a.m.k. 56,25% atkvæðabærra manna þyrfti til að samþykkja aðskilnaðinn frá Danmörku. Þetta var (réttilega) talin svo mikil breyting að ekki væri stætt á öðru.

Þá þurfti a.m.k. 75% kjörsókn svo kosningarnar væru gildar og tillagan um stofnun lýðveldisins þurfti að fá aukinn meirihluta, eða a.m.k. 75% greiddra og gildra atkvæða. Það að bylta stjórnskipan með inngöngu í esb er svo mikil breyting að ekki ætti að gera minni kröfur þegar þar að kemur.

Nú þegar esb-kratar eru uppteknir af því að reikna niður sigur Ólafs Ragnars er kannski rétti tíminn til að ganga frá reglum um aukinn meirihluta í bindandi þjóðaratkvæði um esb-uppgjöfina.


mbl.is Segir kosningu Ólafs ekki sannfærandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Hjörtu Samspillingar og ESB manna slá ört eftir þessar Forsetakosnigar, þeir óttast Ólaf Ragnar eins og pestina.

Vilhjálmur Stefánsson, 1.7.2012 kl. 16:55

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Engin furða að þau óttist Ólaf, hann verður þeim erfiður ljár í þúfu sem betur fer.  Lýðræðið sigraði í gær.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.7.2012 kl. 19:53

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Þakka ykkur innlitið og athugasemdirnar.

Þegar Samfylkingin reynir að reikna stuðning við Ólaf Ragnar niður í þriðjung ætti hún að hafa í huga að ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms fékk atkvæði 42,3% atkvæðabærra manna í landinu. En þá, eins og nú, eru það greidd atkvæði sem gilda, en ekki hvað þeir sem heima sátu hefðu kannski valið.

Haraldur Hansson, 1.7.2012 kl. 23:31

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já mikið rétt og samkvæmt skoðanakönnunum er okkar ástkæra ríkisstjórn komin niður að tveggja staf tölu... eða þannig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.7.2012 kl. 23:34

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Að líkja því við aðskilnaðinn frá Dönum þegar kosið verður um það að Ísland gerist aðili að samstarfsvettvangi ríkja Evrópu sem alltaf er aftur hægt að fara úr aftur er fáránlega samlíking svo vægt sé til orða tekið.

Sigurður M Grétarsson, 2.7.2012 kl. 11:48

6 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Sigur Ólafs var vitaskuld afgerandi og ótvíræður! Ekki einasta hlaut hann hreinan meirihluta atkvæða, heldur þurfti sá er næstur kom í röðinni að auka fylgi sitt um heil 60% eða því sem næst (segi og skrifa 60 rósent). Einkennilegt að menn skuli ekki halda þessari tölulegu staðreynd á lofti...

Jón Kristján Þorvarðarson, 2.7.2012 kl. 12:37

7 identicon

Ólína í fýlu er ólíkindatól. Hún og henni líkt fólk hélt því óspart fram að forsetinn mætti bara alls ekki sitja svona lengi, án þess að rökstyðja það nokkuð frekar. Minntust þau nokkurn tíman á það að bæði Jóhanna og Steingrímur eru búin að sitja yfir 30 ár á Alþingi?

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 13:39

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei Örn það er ekki sama mitt og þitt.   Það sem þau ætla öðrum á ekki við þau sjálf.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.7.2012 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband