Gamaldags þrætustjórnmál eru algjör lífsnauðsyn

     
"Gamandags þrætustjórnmál skila okkur engu" sagði frambjóðandinn og leggur til að við sameinumst og vinnum öll í sátt. Auðvitað hljómar þetta þægilega, því allir vilja sátt. En það er nú bara þannig að daginn sem "gamaldags þrætustjórnmálum" verður úthýst, byrjar samfélaginu að hnigna.

Í lýðræðisþjóðfélagi þurfa að fara fram rökræður. Ólík sjónarmið verða að fá pláss. Þó að reynt sé að klína á þetta neikvæðum stimpli eins og "gamaldags þrætustjórnmál" er rökræðan nauðsynleg. Það er stundum hundleiðinlegt að heyra pólitíkusa rífast og þræta. Sérstaklega þá sem eru á annarri skoðun en maður sjálfur.

En samt eru það "gamaldags þrætustjórnmál" sem eiga hvað drýgstan þátt í framförum vestrænna samfélaga undanfarin 200 ár. Þau eru alger lífsnauðsyn.

Til þess að lýðræðið virki verður að vera til stjórnarandstaða. Það er hlutverk hennar að efast og gagnrýna. Þannig skapast frjór jarðvegur fyrir hugmyndir, skapandi umræðu og framfarir. Það tekst ekki alltaf og lýðræðið er alls ekki fullkomið, en samt miklu betra en allir aðrir kostir. 

 

Þar sem engin þrætustjórnmál er að finna

Í gömlu Sovétríkjunum var engin stjórnarandstaða. Ekkert pláss fyrir efann og engin "gamaldags þrætustjórnmál". Grunngildin féllu hvert af öðru; jafnréttið, lýðræðið, frelsið og mannréttindin. Svo fór Sovétið á hausinn, í sameign þjóðarinnar og laust við öll þrætustjórnmál.

Annað ljótt en nýrra dæmi er Evrópusambandið. Að frátöldum 4,5% smáflokki er þar engin virk stjórnarandstaða. Lýðræðið er á hröðu undanhaldi og efnahagurinn á niðurleið. Evrópusambandið er dæmt til að klúðra og klúðra, hér eftir sem hingað til. Það vantar öll "gamaldags þrætustjórnmál" í Brussel, þess vegna virkar það ekki.

      

Forsetaframbjóðandinn Þóra, sem vill að við sameinumst, er svo upptekin af því að segja það sem hljómar vel til atkvæðaveiða að hún kemur ekki auga á hvað það er rangt. Höldum áfram að þræta smá og rífast, það skilar árangri. Sagan kennir okkur það ... þó það sé stundum bæði þreytandi og leiðinlegt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jamm. Þarna er samfylkingarsáttin holdi klædd. Þ.e. sátt um það sem samfylkingin ákveður að sé rétt og sanngjarnt, hvað sem aðrir segja.  Jóhanna hefur heimtað þessa sátt hvað eftir annað á kjörtímabilinu að viðlögðum brottrekstri og ofbeldi eða með bitlingum og hrossakaupum.  Þetta kalla þau "nýja Ísland".

Jón Steinar Ragnarsson, 30.6.2012 kl. 04:38

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já tek undir þetta hjá Jóni Steinari og síðuhöfundi, hvar er þessi sátt? og hvernig á að framkvæma hana öðruvísi en svona eins og Jón Steinar bendir á.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.6.2012 kl. 11:37

3 Smámynd: Elle_

Já, ég tók eftir þessu.  Svona talar JÁ manneskja sem mun ekki rugga neinum bát.  Og var heldur ekki gagnrýninn ´fréttamaður´ í RUV, ekki einu sinni í grafalvarlegu máli eins og ICESAVE. 

Elle_, 30.6.2012 kl. 12:38

4 Smámynd: Elle_

Það heitir líka á Jóhönnumáli að ´standa saman´.  Það er nefnilega bara Jóhanna og co. sem allt vita og mega, að þeirra dómi, ráða öllu.  Vér ein vitum.

Elle_, 30.6.2012 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband