Að auglýsa frá sér fylgið

Í könnun Félagsvísindastofnunar í apríl var Þóra Arnórsdóttir með afgerandi forystu. Hún var þá með 49% stuðning en Ólafur Ragnar 35%.

Núna, tveimur mánuðum og óteljandi auglýsingum síðar, hefur þetta snúist við og Ólafur Ragnar kominn með afgerandi forystu. Þóra komin niður í 33,6% og Ólafur Ragnar upp í 50,8%.

Sterk tengsl við Samfylkinguna hljóta að skaða Þóruframboðið, en það skýrir þó ekki þetta mikla hrun. Að mínum dómi hefur ótrúleg auglýsingaherferð verið framboðinu enn skaðlegri. Það er hægt að fara yfir strikið í þeim efnum. Ekki síst þegar umbúðirnar eru sóttar í stimplagerð Samfylkingarinnar.

En það eru ekki skoðanakannanir sem ráða úrslitum, heldur sjálfar kosningarnar. Á morgun kemur í ljós hvort hægt er að snúa vinningsstöðu upp í tap með því að auglýsa frá sér fylgið.

 


mbl.is Spennan lýtur að kjörsókninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er eiginlega sammála því að hún hafi auglýst af sér fylgið.  Og ekki hefur batað um leðjuslagur fylgjenda hennar um Ólaf Ragnar, þó láti sé líta svo út sem hann hafi gert það sama, það er bara einfaldlega ekki rétt.  Ekki stóð hún sig heldur vel í kvöld talandi eins og pólitíkus um allt og ekkert án þess að svara einu eða neinu.  Má ég þá heldur biðja um Andreau eða Herdísi sem svöruðu öllu skelegglega og af festu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.6.2012 kl. 20:51

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Já, ekki bætir það stöðu Þóruframboðs að fá svona stuðning.

Annars sýnist mér Þóruframboðið vera fyrir tapsára. Ekki aðeins er Jóhanna tapsár yfir Icesave, heldur hafa þrír nafntogaðir einstaklingar lýst yfir stuðningi við Þóruframboð: Guðrún Pétursdóttir, Pétur Kr. Hafstein og Guðrún Agnarsdóttir.

Þau eiga það sameiginlegt að hafa boðið sig fram gegn Ólafi Ragnari og tapað. Þau ætla seint að jafna sig á því ... það eru jú komin 16 ár síðan.

Haraldur Hansson, 30.6.2012 kl. 00:41

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Við ættum að þakka Davíð Þór svona eftir á að hyggja fyrir að beina straumnum til Ólafs eftir þessa grein hans. 

Góður punktur um tapsára, að vísu Dró Guðrún framboð sitt til baka vegna óánægju með skort á umfjöllunum í fjölmiðlum ef ég man rétt. ÉG ætlaði einmitt að kjósa hana.   En auðvitað verður fólk að halda áfram að lifa og ekki er gott að bera eitthvert lík í lestinni eins og tap. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.6.2012 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband