Þeim fækkar sem vilja skríða

Það væri stórt skref í átt að málefnalegri umræðu ef RÚV - sameign okkar allra - tæki sig til og útskýrði þann gífurlega mun sem er á ríkjasambandinu sem Ísland sótti um aðild að og sambandsríkinu sem Barroso og Rompuy boða í viðtengdri frétt. Það er ekki lítill munur.

Þá er öruggt að þeim myndi fækka enn frekar sem vilja skríða til Brussel.

Í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Heimssýn í júní var niðurstaðan þessi:

  • 51,0% vilja hætta við ESB umsóknina
  • 38,5% vilja halda áfram að skríða til Brussel
  • 10,5% taka ekki afstöðu eða svara ekki

Könnun, sem MMR gerði fyrir Andríki nú í nóvember, sýnir svipaða niðurstöðu:

  • 50,5% vilja draga ESB umsókn til baka
  • 35,3% vilja halda áfram að skríða til Brussel
  • 14,2% voru hvorki fylgjandi né andvíg umsókn

Sé aðeins tekið mið af þeim sem taka afstöðu vildu 57,0% draga umsóknina til baka í júní en eru orðnir 58,9% núna. Skynsemin vinnur svolítið á. Að sama skapi fækkar uppgjafarsinnum úr 43,0% í júní í 41,1% nú, af þeim sem taka afstöðu. 

Það er mjög skiljanlegt að margir nenni ekki að eyða tíma og orku í að kynna sér Evrópusambandið; lög þess, stjórnkerfi og hvar völdin til ákvarðanatöku liggja. Þess vegna ætti RÚV að kappkosta að vera með hlutlausa og upplýsandi kynningu. Þá myndi stuðningur við umsókna minnka hratt og örugglega. 
 

Þjóðaratkvæði löngu tímabært

Það verður að leggja fram tillögu til þingsályktunar um að draga umsóknina til baka. Þó þannig skilyrta að verði hún samþykkt af Alþingi þurfi að bera þá niðurstöðu undir þjóðaratkvæði. Virða leikreglur lýðræðisins! Þá loksins fengi almenningur að kjósa um málið, sem er löngu tímabært. Og vonandi koma því þar með út úr heiminum fyrir fullt og fast.


mbl.is Áætlun um evruskuldabréf lögð fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband