3.11.2011 | 21:14
Það gengur á með afsögnum
Á Grikklandi er Papandreou hvattur til að segja af sér fyrir að hafa sagt orðið "atkvæðagreiðsla" upphátt þannig að Merkozy heyrði.
Á Ítalíu er Berlusconi hvattur til að segja af sér af því að Merkozy hló að honum í beinni. Líka af því að hann er ríkur og spilltur hórkarl. Strauss-Kahn sagði af sér af þeim sökum.
Ég legg til að Jóhanna tileinki sér þetta ESB-trend og segi af sér.
Ekki að hún sé sek um sömu afglöp og kollegarnir í suður-ESB, enda bæði siðprúð og heiðarleg og myndi aldrei hvetja til kosninga um skuldaklafa á þjóðina. Hún á ekki annað sameiginlegt með þeim skuldabræðrum en að hún veldur ekki embætti sínu.
Í leiðinni mætti hún fá Össur til að segja af sér. Og Steingrím. Og Árna Pál. Og ...
Hvetja Berlusconi til að segja af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.