Það gengur á með afsögnum

Á Grikklandi er Papandreou hvattur til að segja af sér fyrir að hafa sagt orðið "atkvæðagreiðsla" upphátt þannig að Merkozy heyrði.

Á Ítalíu er Berlusconi hvattur til að segja af sér af því að Merkozy hló að honum í beinni. Líka af því að hann er ríkur og spilltur hórkarl. Strauss-Kahn sagði af sér af þeim sökum.

Ég legg til að Jóhanna tileinki sér þetta ESB-trend og segi af sér.

Ekki að hún sé sek um sömu afglöp og kollegarnir í suður-ESB, enda bæði siðprúð og heiðarleg og myndi aldrei hvetja til kosninga um skuldaklafa á þjóðina. Hún á ekki annað sameiginlegt með þeim skuldabræðrum en að hún veldur ekki embætti sínu.

Í leiðinni mætti hún fá Össur til að segja af sér. Og Steingrím. Og Árna Pál. Og ...


mbl.is Hvetja Berlusconi til að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband