Sjálfur „faðir ESB“ varar við evrunni!

Hann er kallaður faðir Evrópusambandsins og ekki að ástæðulausu. Jacques Delors var forseti framkvæmdastjórnarinnar 1985-1995. Í hans valdatíð var Maastricht samningurinn saminn; EBE lagt niður og ESB stofnað,  innri markaðurinn varð til, fjórfrelsið, Schengen undirritaður og tólf-stjörnu fáninn tekinn upp, svo sumt af því helst sé nefnt. Og svo auðvitað evran.

eurovice280Gefur ESB falleinkunn

Delores varð fyrsti forseti framkvæmdastjórnar ESB, þegar það kom í stað gamla Efnahagsbandalagsins í nóvember 1993. Enginn hefur efast um stuðning Delors við „Evrópuverkefnið", en nú er hann sjálfur farinn að efast. Svo mjög að hann gefur stjórnendum ESB falleinkunn, segir þá skorta bæði ráð og framtak. Þeir ráða ekki við verkefnið. Hann vill bjarga ríkjum undan evrunni og segir Evruland standa á hengiflugi.

Frelsum ríki undan evrunni

Delores vill að samningum sé breytt þannig að ríki geti komist út úr myntsamstarfinu, losað sig við evruna og tekið aftur upp alvöru gjaldmiðil. Grikkir setja hugmyndir Delors í dramatískan búning, að þær gangi út á að reka ríki úr evrunni. Hugmyndir föður ESB eru um leið aðvörun til annarra jaðarríkja um að vaða ekki út í evrusvaðið.

Íslenskir kratar í eigin heimi

Á meðan halda íslenskir kratar áfram að telja sjálfum sér trú um dásemdir Sambandsríkisins ESB, eins og þeir séu ekki í neinu sambandi við umheiminn og veruleikann. Árni Páll lætur ekkert tækifæri ónotað til að tala niður krónuna og dásama evruna, sem nú ógnar efnahagslífi alls heimsins. Ótrúlegt! 


mbl.is Ræðir framtíð fjármálakerfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Flott skilaboð og koma mér hreint ekki á óvart!

Sigurður Haraldsson, 20.10.2011 kl. 00:28

2 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Takk fyrir að vekja athygli mína á þessari grein.

Ylfa Mist Helgadóttir, 20.10.2011 kl. 01:38

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Allt atvinnulífið á Íslandi er að kalla eftir evrunni (nema þeir sem sitja á auðlindum Íslands og vilja ekkert breyta). Ekki bara samfylkingin.

http://www.forsaetisraduneyti.is/media/Evropumal/Ossur.pdf

http://www.pressan.is/mpressanis/Lesa/ccp-ihugar-ad-flytja-ur-landi-vegna-kronunnar--esb-eina-leidin

http://www.forsaetisraduneyti.is/media/Evropumal/Marel.pdf

Sleggjan og Hvellurinn, 20.10.2011 kl. 08:27

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Þakka ykkur innlitið og athugasemdirnar

Sleggjurinn; fyrir félög sem starfa í alþjóðlegu umhverfi er auðvitað einfaldara að gera upp rekstur sinn í einni mynt. En menn breyta ekki um gjaldmiðil svo það verði aðeins auðveldara að færa debet og kredit hjá fáeinum fyrirtækjum.

Annars er evruklúðrið ekkert til að hafa í flimtingum. Benda á þessa frétt til merkis um hvað ástandið er í raun grafalvarlegt. Hún er frá því í morgun.

Haraldur Hansson, 20.10.2011 kl. 12:43

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta er auðvitað rengt eins og vanalega hjá ykkur í heimssýn.

Í fyrsta lagi geta lönd alveg hætt með evru.

Í annan stað er þetta rétt hjá Grikkjum um orð Delors. Hann sagði að það ætti að vera hægt að reka lönd úr Evrusamstarfinu. Og það yrði að forma í þar til gerðan Treaty og laga og regluverk.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.10.2011 kl. 13:47

6 Smámynd: Vendetta

Mikil andskotans hræsni er þetta í Jacques Delors. Hann er sjálfur meðsekur í hvernig efnahagsástandið er í fátæku evru-ríkjunum. Enginn var ákafari í að stuðla að fullkomnum samruna á sínum tíma og að setja ESB-ríkið á koppinn en hann sjálfur.

Þessi sýndariðrun hjá karlinum veldur mér ógleði, enda mun hann verða dæmdur af þjóðum Evrópu út frá því sem hann gerði, en ekki því sem hann segir núna til að bjarga eigin skinni.

Vendetta, 20.10.2011 kl. 14:07

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er fleira sem vekur ógleði. T.d. hugmyndin um að björgunarsjóðurinn verði hækkaður upp í €2000 milljarða eða jafnvel €2400 milljarða.

Það má lesa það á milli línanna í heimsfréttunum að sá björgunarsjóður sé að miklu leyti ætlaður Frakklandi, sem er í "djúpum" varðandi eigin mál, bæði ríkis- og banka.

Kolbrún Hilmars, 20.10.2011 kl. 14:44

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

"fyrir félög sem starfa í alþjóðlegu umhverfi er auðvitað einfaldara að gera upp rekstur sinn í einni mynt"

Þú ert í rauninni að viðurkenna að evran er betri kostur fyrir atvinnulífið.

Viljum við ekki þetta? Stöðugleika fyrir atvinnulífið og sprotafyrirtækin sem sækja á erlenda markaði og þar af leiðandi að skapa gjaldeyritekjur fyrir þjóðarbúið.

Sleggjan og Hvellurinn, 20.10.2011 kl. 17:50

9 Smámynd: Haraldur Hansson

Þakka innlitið og pælingarnar.

Sleggjurinn; þú ert ekki alveg að ná þessu.

Ef þú rekur fyrirtæki í Frakklandi sem selur vörur eða þjónustu til USA og er með nær allar tekjur sínar í dollurum, getur verið hentugast gera upp í dollurum.

Ef þú ert með fyrirtæki á Íslandi og selur alla framleiðsluna til evrulanda, getur verið hentugast að gera upp í evrum.

Ef þú ert með fyrirtæki í Svíþjóð sem selur nær alla sína þjónustu til Noregs, getur verið hentugast að gera upp í norskum krónum.

Get the picture?

Það þýðir ekki að einn gjaldmiðill sé "betri kostur fyrir atvinnulífið" aðeins að þú ert að velja hentugustu leiðina til að gera upp tekjur og gjöld í rekstri.

Haraldur Hansson, 21.10.2011 kl. 00:39

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

jú ég er sammála því.

við erum á sömu blaðsiðu.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.10.2011 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband