Hver þarf nú að sparka í köttinn?

Það eru ekki nema fimm dagar síðan snúið var upp á handlegginn á einum af smælingjunum og honum sagt að haga sér. Þá var enginn annar kostur í boði en að taka kúguninni sem hverju öðru hundsbiti og fara svo heim og sparka í köttinn.

eu_austerityŠtefan Füle gæti útskýrt það viðmót sem smáríkin í Evrópusambandinu mæta. T.d. hvernig Slóvakía var neydd til að ábyrgjast hluta af €440 milljarða "björgunarsjóði" evrunnar.

Nú plottar Merkozy um að stækka sjóðinn. Reuters endursagði frétt The Guardian um €2.000 milljarða, en kom svo með leiðréttingu: Málið er flókið og sjóðurinn fer "ekki nema" í €1.500 milljarða.

Í dag hafa bæði FT Deutshland og Spiegel Online fjallað um málið, beint úr miðri hringiðu Evrulands. Vandinn verður ræddur á 37. neyðarfundinum um evruna á laugardaginn. Reynist þetta rétt þurfa fleiri en Slóvakar að bölva í hljóði og sparka í köttinn.

Hvers vegna björgunarsjóð? Væri ekki nær að stofna förgunarsjóð, sem gæti hjálpað jaðarríkjunum að losna undan evrunni í þokkalegri sátt?


mbl.is Stækkunarstjóri ESB á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Ég geng eins langt og þeir sem segja að ekki eigi að hleypa Fule inn í landið eða stoppa hann á Keflavíkurflugvelli og vísa honum úr landi.

Elle_, 19.10.2011 kl. 20:32

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Væri ekki betra að fá útþenslukommissarinn til að sitja fyrir svörum? Ef RÚV væri alvöru fréttastofa en ekki áróðursskrifstofa ESB, ætti einhver fréttamaður sem er vel að sér í málefnum Evrópusambandsins að spyrja manninn alvöru spurninga í beinni.

En því miður, RÚV hefur ekki slíka menn á sínum snærum og engan áhuga á því að upplýsa þjóðina um óþægilegan sannleika sem gæti truflað Össur.

Haraldur Hansson, 19.10.2011 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband