The idiot in Brussels

Það var óþarfi hjá Oborne að kalla manninn "idiot". Hann er bara í vinnunni sinni og gerir eins og honum er sagt. Hann talar vitleysu eins og vélmenni af því að hann er talsmaður fyrir kommissar Olli Rehn. Sjálfur þarf hann ekki að vera idjót þó hann tali svona. 

Þessi klippa er áhugaverð, þrátt fyrir óþarfa ókurteisi. Horfðu og hlustaðu!
Með lokaorðunum (4:52) hittir Oborne naglann þráðbeint á höfuðið.
 

 

Peter Oborne getur sagt "I told you so". Hann barðist gegn upptöku evru í Bretlandi, þegar það stóð til. Sönnunargögnin hrannast upp á báða bóga. Í þættinum er líka Richard Lambert frá FT, sem studdi evru hugmyndina en hefur nú skipt um skoðun. Eðlilega.

Í nýrri bók eftir Oborne fá margir evru-fíklar á baukinn. Meðal annars BBC, sem á sínum tíma tók að sér sama kjánahlutverkið og RÚV gerir á Íslandi í dag. BBC hefur ekki enn beðist afsökunar.


Leynast idjótar víða?

Kannski þurfum við ekki að leita út fyrir landssteinana að idjótum. Evran er það blindsker sem hver þjóðarskútan af annarri steytir á þessi misserin. Það þarf vænan skammt af glámskyggni til að sjá hana sem "klettinn í hafinu".

Evran er búin að vera. Það viðurkenna æðstu stjórnendur í Evrulandi. Þess vegna búa þeir nú til björgunarsjóð úr trilljónum, svo kaupa megi tíma til að breyta lögum, laga reglur og endurskrifa hlutverkið. Búa til nýja evru. Nýtt blindsker.

Blindsker, sem idjótar munu dásama sem klett.

 


mbl.is Kostir og gallar ESB-aðildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Drepfyndið

Haraldur Baldursson, 30.9.2011 kl. 20:48

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Já, þetta er á við besta skemmtiþátt.

Ég horfði þrisvar á fyrstu tvær mínúturnar, bara til að sjá vélmennið í Brussel. Maður á ekki að hlægja að svona alvarlegum málum, en brusselska vélmennið er bara alveg óborganlegt.

Tær snilld, eins og sagt er.

Haraldur Hansson, 1.10.2011 kl. 00:37

3 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Það er rétt.  Orðfærið um þennan snúningastrák í Brussel var óþarfi.

En það breytir ekki því að þetta myndbrot kemur ótrúlega markvisst að kjarna máls varðandi Evruna.

Eins er það merkilegt að sjá stjórnananda hjá viðurkenndum fjölmiðli viðurkenna að hann hafi haft kolrangt fyrir sér varðandi Evruna.      Væri óhugsandi játning á Íslandi og í íslenskum veruleika.

Já,  oglíka fyndið ofan í allt annað.

P.Valdimar Guðjónsson, 1.10.2011 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband