30.9.2011 | 00:12
Kratar hafa ljóta kæki
Þegar Gylfi og félagar í ASÍ gerðu kjarasamninga í vor var samið um kjarabætur sem ekki var innistæða fyrir.
Strax var ljóst að það myndi orsaka hækkanir, sem yrði velt út í verðlagið, sem veldur verðbólgu, sem þýðir að lánin hækka ... það þekkja allir þessa sögu.
En Gylfi Arnbjörnsson gaf "lítið út á slíkt" og lofaði auknum kaupmætti. Og nú hefur verðbólgan hækkað, eins og allir væntu, nema Gylfi.
Og hvað gera kratar þá?
Þegar þeir klúðra einhverju og skilja það ekki, er krónunni kennt um. Ég spáði að sú yrði raunin núna, en reyndist ekki sannspár. Gylfi notaði annan kratakæk og réðist á bændur.
Samningar ASÍ eru stikkfrí í hans augum. Í staðinn fékk hann að vaða uppi á RÚV og heimta "að landbúnaðarkerfið verði stokkað upp" og sagði að bændur væru "að taka meira til sín", sem reyndist rangt. En það átti að skella skuldinni á bændur.
Árásir krata á bændur, í tíma og ótíma, eru orðnar frekar þreytandi.
Búvörur hækkað minna en aðrar neysluvörur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Kratar hafa kæki ljóta
og krónu illri kenna um
ef fíflin sig í fótinn skjóta
í flóknum kjara samningum
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 30.9.2011 kl. 02:02
Frábært Jóhannes
Bestu þakkir.
Haraldur Hansson, 30.9.2011 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.