Hættulegur forseti. Alveg stórhættulegur.

 


Ástandið á Íslandi getur aldrei orðið svo slæmt að ESB geti ekki gert það verra.
   

Þetta sagði breski Evrópuþingmaðurinn Daniel Hannan í grein sem hann ritaði skömmu eftir hrun. Eftir stefnuræðu forseta Framkvæmdastjórnar ESB í morgun efast ég ekki um að Bretinn hefur lög að mæla.

Barroso StrassbourgEngu er líkara en að Barroso sé haldinn messíasarkomplex. Hann ætlar að bjarga heiminum. Hann boðar enn meiri samruna og miðstýringu með tilheyrandi framsali á fullveldi aðildarríkjanna. Sem er þó orðið ærið fyrir.

Kröfunni um yfirþjóðlegt fjármálaráðuneyti, með sjálfstæðu valdi til skattlagningar og öllu tilheyrandi, fylgir hann eftir með þessum orðum:


Governments, let's be frank, cannot do this by themselves. Nor can this be done by negotiations between governments.

The commission is the guarantor of fairness.
 

Já, „The commission" er Framkvæmdastjórn ESB sem hann stýrir sjálfur. Hann er aðal maðurinn. Það er ekki hægt að treysta ríkisstjórnum aðildarríkjanna, en Hann Sjálfur getur.

 „Við þurfum óháð vald Framkvæmdastjórnarinnar" heimtaði Barroso, sem almenningur hefur aldrei kosið. Hann vill fá til sín völdin og stjórna allri Evrópu. Menn sem hugsa og tala svona geta verið hættulegir. Alveg stórhættulegir.

Þetta er þó ekki það versta sem kom frá portúgalska maóistanum í morgun. Hægt er að lesa um ræðu hans hér (og eflaust miklu víðar). RÚV sá þó ekki ástæðu til að fjalla um ræðuna nema rétt í mýflugumynd.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband