Hamfarir eru himnasending

shock_doctrineHamfarakenningin, heitir þáttur sem RÚV sýndi í vikunni sem leið. Þar var fjallað um hvernig vondir menn nýta upplausnarástand til að koma fram málum sem ekki væri hægt undir eðlilegum kringumstæðum. Ná þeim fram meðan þjóð er í sjokki vegna t.d. stríðs eða náttúruhamfara.

Rauði þráðurinn var harkaleg gagnrýni kanadískrar blaðakonu, Naomi Klein, á frjálshyggjumanninn Milton Friedman og kenningar hans. Tók hún mörg dæmi máli sínu til stuðnings, m.a. valdaránið í Chile. Ég hef ekki sterkar skoðanir á Friedman. Færslan er hvorki um hann né hagfræði.

Frásögn Klein af einu svæðanna sem varð fyrir barðinu á flóðbylgjunni miklu jólin 2006 hringdi bjöllum. Meðan þjóðin var í sjokki fengu stórfyrirtæki í gegn leyfi til að byggja upp stór hótel og ferðaþjónustu sem heimamenn voru á móti. Þeir misnotuðu áfall almennings sem hafði hugann við annað. Áður stóð þar látlaus byggð heimamanna. 

Voru hamfarir „nýttar" á Íslandi?

Þegar íslenska þjóðin var í áfalli eftir hrunið kaus hún nýja valdhafa til að leiða endurreisnina, sem vonlegt var. En því miður leyndust vondir menn í hópnum sem gerðu allt annað en það sem þeir voru kjörnir til.

Í stað þess að vinna að hag almennings var farið af stað með alls konar mál, sem ekki hefðu haft hljómgrunn undir eðlilegum kringumstæðum. Þeir misnotuðu áfall almennings.

Vanhugsuð aðför að útgerðinni og atlaga gegn þjóðinni í Icesave málinu eru tvö dæmi. Stjórnarskráin fær ekki einu sinni að vera í friði. Stærsta „hamfaramálið" er þegar umsókn um aðild að Evrópusambandinu var þröngvað í gegnum þingið með því að afbaka lýðræðið.

Vondir menn finnast víða

Það eru örugglega til vondir menn sem misnota sér áföll, neyð og erfiðleika. Bæði einstaklinga og heilla þjóða. En í pólitík er það greinilega ekki bundið við hægri frekar en vinstri. Við eigum ömurlegt dæmi um slíkt fólk hér á landi. Núna.

Hvað skyldu margir vondir menn misnota sér aðstæður á Grikklandi, einmitt þessa dagana, mitt í áfallinu vegna efnahagslegra hamfara?

 


mbl.is Grikkir ræða við AGS og ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ágústsson

þjóðinn er enn í sjokki yfir því hvernig ráðamenn og konur hafa unnið látlaust gegn þegnum þjóðarinnar

Magnús Ágústsson, 20.9.2011 kl. 01:28

2 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Sammála því að ESB málinu var laumað framhjá þjóðinni í ferlubúningi og Icesave I, II og III eru skilgetin afkvæmi þess.

Ég get ekki sé að þín meinta "aðför" að kvótakerfinu sé skilgetið afkvæmi hrunsins enda hefur það legið ljóst fyrir, og það löngu fyrir gróðærið og hrunið, að þjóðin ætlaði ekki að sætta sig við óbreytt fyrirkomulag sem verið hefur á kvótakefinu undanfarna áratugi jafnvel þótt LÍÚ hafi fest það í sessi sem stóra sannleika. Stór meirihluti þjóðarinnar vill fá sanngjarnar breytingar á kvótakefinu en á það hefur ekki mátt minnast í tíð Sjálfstæðis og Framsóknar. Þjóðin mun fá sitt fram með tímanum þrátt fyrir tregðu "vondra mann" sem telur núverandi kerfi þjóna best sínum hagsmunum.

Eggert Sigurbergsson, 20.9.2011 kl. 09:19

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Haraldur, það er nær því lögmál að ýmiss konar afætur nýti sér upplausnarástand í kjölfar hamfara. Ef það eru ekki þjófar og nauðgarar sem níðast á saklausum í tjaldbúðum(ss Haiti), þá eru það tækifærissinnar sem sjá gróðatækifæri í ógæfu annarra. Við höfum sjálf aðeins kynnst þeirri aðferðafræði.

En þetta með kvótakerfið; að mér skilst skilaði sérstök nefnd prýðis góðri úttekt og áliti til núverandi ríkisstjórnar sem var svo gott sem sópað út af borðinu.

Vondir menn leynast víða.

Kolbrún Hilmars, 20.9.2011 kl. 15:53

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Þakka ykkur innlitið og athugasemdirnar.

Rétt félagi Magnús, þjóðin á sjaldan upp á pallborðið hjá velferðarstjórninni og enn er mikill doði yfir samfélaginu.

Eggert: Seinni athugasemd þín er ekki rétt. Ég talaði um aðför að útgerðinni en ekki kvótakerfinu. Flestallir vilja fá "sanngjarnar breytingar á kvótakerfinu". Kolbrún nefnir einmitt það sem ég var með í huga.

Stór nefnd allra flokka og hagsmunaaðila lagði mikla vinnu í málið. Hún skilaði tillögum sem almenn sátt ríkti um. Vondir menn höfnuðu sáttaleiðinni og héldu áfram að pönkast á útgerðinni með fyrningarleið að vopni.

Haraldur Hansson, 20.9.2011 kl. 17:56

5 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Algerlega sammála.  Góður pistill !

 "Sláum skjaldborg um heimilin" (hahahahaha right)

Jón Á Grétarsson, 20.9.2011 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband