18.9.2011 | 14:17
Að taka af fólki réttinn til að kjósa
Undir engum kringumstæðum er það ásættanlegt í lýðræðisríki að stjórnvöld taki af fólki réttinn til að kjósa um stórmál. Málin gerast ekki mikið stærri en aðild að ESB.
Það er orðið meira en tímabært að stjórnvöld á Íslandi beri það undir þjóðina hvort hún vilji ganga í sambandsríki sem tekur af fólki réttinn til að kjósa um stjórnarskrána, hvað þá annað.
Vegna evruvandans eru fyrirsjáanlegar enn meiri breytingar á ESB, sem kalla á enn meira afsal á fullveldi. Vafalítið mun ESB taka af fólki réttinn til að kjósa um það líka. Það er vaninn.
Stöldrum við og spyrjum þjóðina.
Þetta er ekki einkamál nokkurra krata. Kjósum.
----- ----- -----
Það hafa orðið gríðarlegar breytingar á Evrópusambandinu eftir að Ísland sótti um aðild. Svo miklar, að jafnvel þótt Samfylkingin hefði ekki tekið af fólki réttinn til að kjósa áður en sótt var um 2009 (og þjóðin þá sagt já), væri fullt tilefni til að spyrja þjóðina aftur núna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mjög margir eru að átta sig á þessu.
Helga Kristjánsdóttir, 18.9.2011 kl. 15:04
Já sem betur fer og ekki seinna vænna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.9.2011 kl. 21:40
Það er nú varla hægt að vera annað enn sammála. Sjálfur hef ég verið á móti aðild alla tíð, mun svo vera áfram þar til annaðhvort ég eða sjálft evrópusambandið íður undir lok...
Með kveðju
Ólafur Björn Ólafsson, 19.9.2011 kl. 01:04
Réttar og sannar ályktanir hjá þér hér í alvörufullri grein, Haraldur, og sannarlega að gefnu tilefni.
Jón Valur Jensson, 19.9.2011 kl. 03:47
Ég segi: leyfum þjóðinni að hafa síðasta orðið með þjóðaratkvæðagreiðslu, það á ekki á láta stjórnmálamenn taka ákvörðun um hvort við eigum að ganga í EB, né heldur misvitur samtök á borð við Þröngsýn taka þá ákvörðun fyrir okkur....það er fólkið í landinu sem á að hafa síðasta orðið.
Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 19.9.2011 kl. 10:58
Vil bara bæta hér við að það hefur aldrei staðið neitt annað til en að þetta stórmál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu, allar þær þjóðir sem eru í EB núna fóru þangað að undangengini þjóðaratkvæðagreiðslu, Ísland verður eingin undantekning.
Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 19.9.2011 kl. 11:02
Þjóðin mun kjósa þegar samningaviðræðurnar eru búnar og komið er í ljós hvernig og hvort hag Íslands er betur borgið innan eða utan sambandsins.
Finnst það stórmerkilegt að sjá m.a stjórnmálamenn heimta það að viðræðum verði hætt og þjóðin fái ekki að kjósa um aðild þegar samningurinn er á borðinu.
Það er ámælisvert.
ThoR-E, 19.9.2011 kl. 11:53
Þjóðin á ekki bara að "hafa síðasta orðið" um svo gríðarlega þungvæg mál, heldur líka eitthvert fyrsta orðið, í þessu tilfelli um það, hvort hleypa hefði átt rauðbleiku stjórnmálastéttinni í þá ótrúlega ósvífnu glæfraferð að sækja um inngöngu í erlent stórveldi, sem tekur þá af okkur allt æðsta löggjafarvald.
Í Capacent/Gallup-skoðanakönnun, sem birt var 10. júní 2009, kom í ljós, að 76,3% aðspurðra töldu, að það skipti mjög miklu eða frekar miklu máli að fram færi þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu, 5,8% svöruðu hvorki né, en 17,8% töldu það skipta frekar litlu eða mjög litlu máli (sjá Mbl.is-frétt HÉR! og könnunina í heild HÉR!).
Þennan eindregna vilja fólksins virti stjórnarmeirihlutinn á Alþingi að vettugi stuttu seinna - felldi þar tillögur um þjóðaratkvæðagreiðslu um umsóknina!
Til að bæta gráu ofan á svart felldu þau líka tillögur um að þjóðaratkvæðagreiðslan í lok aðildarviðræðna skyldi verða bindandi!
Svo er það ennfremur rétt hjá Haraldi síðuhöfundi, að "það hafa orðið gríðarlegar breytingar á Evrópusambandinu eftir að Ísland sótti um aðild. Svo miklar, að jafnvel þótt Samfylkingin hefði ekki tekið af fólki réttinn til að kjósa áður en sótt var um 2009 (og þjóðin þá sagt já), væri fullt tilefni til að spyrja þjóðina aftur núna." (Mínar leturbreytingar.)
Jón Valur Jensson, 19.9.2011 kl. 12:17
Eru þetta "samningaviðræður"???
Stóð alltaf í þeirri trú að verið væri að "aðlaga" stjórnkerfið að regluverki evrópusambandsins svo auðveldara væri að neyða okkur inní þetta "hrunbandalag"...
Með kveðju
Ólafur Björn Ólafsson, 19.9.2011 kl. 12:57
Þakka innlitið og athugasemdirnar.
Krafan er einföld. Virðum leikreglur lýðræðisins og leyfum þjóðinni núna loksins að kjósa um málið. Það er löngu tímabært.
Helgi Rúnar og AceR: Sammála ykkur báðum; hvorki láta stjórnmálamenn né "misvitur samtök" ákveða neitt. Það á að spyrja þjóðina. Núna. Strax.
"Pakkinn" liggur fyrir og ekkert því til fyrirstöðu að kíkja í hann, ræða innihaldið málefnalega og leyfa svo þjóðinni að ráða. Það kallast lýðræði.
Haraldur Hansson, 19.9.2011 kl. 23:49
Komið þið sæl; Haraldur - og aðrir gestir, þínir !
Helgi Rúnar Jónsson !
Til hvers; ert þú að taka þátt, í opinberri umræðu yfirleitt, dreng tetur ?
Þarftu virkilega; að AUGLÝSA skynsemisskort þinn, á þá vegu, sem þú gerir hér, að ofan ?
ÞRÖNGÝNA; má kalla, meðlimi Evrópu samtaka Andrésar Péturssonar - og hans slektis, sem og önnur áþekk, sem vilja niðurnjörva Ísland, innan múra Evrópsku nýlendu veldanna, gömlu.
Í stað þess; að við eigum / og höfum haft milliliðalaus samskipti, við fjarlæg ari þjóðir - sem nálægari, án þess að eitthvert skrifræðis skoffín, í líkingu við pappíra Þursana suður á Brussel völlum, væri að gægjast yfir axlir manna, hérlendra.
Tek fram; að ég er ekki félagi í Heimssýn, og mun vart verða, úr þessu - en, í Guðanna bænum Helgi Rúnar, reyndu að vitkast betur, áður en þú setur fram viðlíka firrur, og þú gerir hér, að ofan, ágæti drengur.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 00:29
ÞRÖNGSÝNA; átti að standa, þar. Afsakið, ambögur, að nokkru !
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 00:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.