17.9.2011 | 01:45
Ekki góðgerðarstofnun
"Umræðan um Evrópusambandið hér á landi hneigist stundum í þá átt að þetta stórpólitíska samband sé eins konar góðgerðarstofnun til þess sett á laggirnar að líta yfir öxl smáríkja svo komið verði í veg fyrir að þau hagi sér kjánalega.
Nær væri að segja með hæfilegri einföldun að Evrópusambandið sé upprunalega klæðskerasniðið utan um Frakkland og Þýskaland, þar sem hagsmunir ríkjanna á sviði orku og auðlinda voru reyrðir saman í eins konar spennitreyju.
Það átti svo eftir að koma í ljós hvernig öðrum Evrópuþjóðum gengi að vaxa inn í treyjuna."
----- ----- -----
Textinn hér að ofan er úr greininni "Stórveldið og smáríkin", sem er 3. af 15 vönduðum greinum sem Tómas Ingi Olrich ritaði um Evrópusambandið fyrr á árinu. Hægt er að sjá allar greinar hans hér.
Myndin er af húsakynnum ESB í Strassbourg, sem eru notuð fjóra daga í mánuði.
Athugasemdir
Það sýnir nú best hvursu sóunin hjá þessu apparati er hrikaleg, að þessi rándýra gler- og marmarahöll höll þeirra í Strassbourg skuli einungis vera notuð 4 daga í mánuði, þ.e. 48 daga á ári hverju sem er aðeins 13% nýting. Það þætti ekki góður útgerðarmaður sem léti byggja 5 milljarða króna togara og halda honum við veiðar í einungis 48 daga á ári.
Dæmigert fyrir sóunina og sukkið hjá þessu vonlausa apparati !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.9.2011 kl. 10:23
Gunnlaugur -Það gæti mögulega orðið raunin, ef vinstri stjórn fær að ráða.
Eggert Guðmundsson, 17.9.2011 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.