Bókstafstrú

Bókstafstrú getur farið illa með skynsemina. Aðildarsinnar á Íslandi trúa á þrjá bókstafi. Og það er magnað hve mjög er hægt að gagnrýna einn mann fyrir eitthvað sem hann sagði ekki, af því að annað sem hann sagði fellur ekki undir töfrastafina þrjá.

Úrsögn nokkurra manna úr Framsókn er rakin til þess að formaðurinn vilji draga umsókn um ESB aðild til baka. Það hefur hann aldrei sagt. Samt ganga menn menn úr flokknum af þeim sökum og vísa í grein sem Sigmundur Davíð skrifaði í Morgunblaðið 18. ágúst. Megin punktarnir í geininni eru þessir:

  • Leggjum ESB umsóknina til hliðar (sem er allt annað en að draga umsóknina til baka og hætta við).
  • Snúum okkur að mikilvægari verkefnum. Notum tímann, mannafla og fjármuni í það sem er uppbyggilegt og meira aðkallandi.
  • Þjóðin ákveði framhaldið, hvort taka skuli upp þráðinn að nýju þegar betur stendur á, bæði hér heima og í Sambandinu.

Er eitthvað í þessu sem er ekki skynsamlegt?

Guðmundur Steingrímsson, Gísli Tryggvason og fleiri hafa ekki lesið, eða ekki skilið, það sem formaðurinn sagði. Eða viljandi misskilið það, (bókstafs)trúar sinnar vegna.

Það væri auðvitað enn skynsamlegra ef Alþingi samþykkti, með öruggum meirihluta, að draga umsóknina til baka og bæri þá niðurstöðu undir þjóðina. Það er bara ekki það sem Sigmundur Davíð lagið til.

Viðbrögðin við greininni gera ekki annað en að undirstrika hversu rétt hún er, ekki síst kaflinn "Öndum léttar". Ég legg til að menn lesi greinina.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er löngu orðið ljóst að ESB eru trúarbrögð en ekki pólitík, hvað þá hagsmunamál þjóðarinnar.  Sérstaklega er fyndið þegar menn tala um að andstæðingar ESB séu einangrunnarsinnar afdalabændur, og L.Í.Ú áhangendur.  Þegar einmitt þeir sem ekki vilja ganga inn í þröngan hóp nokkurra ríkja vilja heldur hafa allan heimin opinn og eiga viðskipti sem víðast.  Þannig hörfa öll rök smátt og smátt hjá trúarliðinu, rétt eins og gerðist í Icesave málinu.  Þeir hafa ekkert lært.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.8.2011 kl. 12:26

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég var eiginlega að bíða eftir að einhver impraði á þessu.  Þessar dramadrottningar mega alveg missa sín ef læsi þeirra er ekki betra. Ástæða viðbragðanna er einmitt eins og þú segir. Sigmundur var ekki nógu orthodox og hefur ekki tileinkað sér innihaldslausar möntrur þeirra.  "Vera þáttakendur í samfélagi þjóða" t.d.

Ég hef sjálfur verið eða var framan af sömu skoðunnar og Sigmundur að það væri staður og stund fyrir þessar þreifingar, en það væri bara alls ekki núna. Nú þegar stjórnmálamenn þurfa á allri sinni orku og athygli að halda til að rétta við hluti hér heima (sem er jú skilyrði fyrir að vera tækir í ESB) en ekki síst nú þegar myntbandalagið riðar til falls og allt stefnir í að ESB sé að verða eitthvað allt annað og meira en lagt var upp með. Ekki bara viðskipta, menningar og tollabandalag heldur stórríki undir einni miðstjórn spilltra og mistækra búrókrarta. (og sem bent var á á þinginu fyrir nokkru: Helstu leiðtogar þar inni eru innvígðir í leyndarklúbb Bilderbergeranna)

Nú hef ég hinsvegar orðið harðari í afstöðunni og segi: Aldrei! í Stað þess að segja: Sjáum til þegar landið liggur rétt.

Það er annars bara hollt fyrir Framsókn að fá svona sjálfhreinsun. Enginn flokkur hefur gott af svona móðursýki og getuleysi.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.8.2011 kl. 06:10

3 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Alveg sammála athugasemdum Ásthildar og Jón Steinars ásamt mjög góðum pistli Haralds. 

Frá mínum bæjardyrum séð sýnist mér að helsta ástæða Samfylkingarinnar til að ganga í ESB sé að þá reddist allt.  Þeas Samfylkingin hefur engar lausnir í efnahags og fjármálum og halli sér því að ESB "reddi" þessu.

Mér sýnist að Framsóknarflokkurinn sé mikið sprækari og öflugari eftir þessar breytingar.

Jón Á Grétarsson, 1.9.2011 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband