Steingrímsson og Newton

isaac_newtonIsaac Newton er einn þekktasti vísindamaður Breta og var tvisvar kjörinn á þing. Sagt er að hann hafi aðeins einu sinni tekið þar til máls og þá til að biðja um að loka glugga.

Guðmundur Steingrímsson hefur tvisvar verið kjörinn á þing. Fyrst sem varaþingmaður Samfylkingar og svo fyrir Framsókn. Á síðasta þingi lagði hann ekki fram neitt frumvarp, en átti eina tillögu til þingsályktunar um bjartari morgna með því að seinka klukkunni. 

En nú segir hann að það sé "kominn tími til að gera eitthvað". Hvað? 

Fyrir hvað stendur Guðmundur í pólitík?

Helsti vegvísirinn er að hann greiddi iðulega atkvæði með Samfylkingunni í stóru málunum á síðasta vetri. Við vitum að hann vill ljúka aðildarsamningi, flýta klukkunni og gera eitthvað.

Líklega var skilnaður hans við Framsókn báðum til góðs og hægt að óska Framsókn til hamingju og Guðmundi velfarnaðar. Ekki liggur fyrir hvort hann vill sitja við opinn glugga eða lokaðan meðan hann gerir eitthvað á björtum morgnum.

Ég spái því að hann gangi aftur í Samfylkinguna rétt fyrir næstu kosningar.

 


mbl.is Þakka Guðmundi samstarfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það verður "flottur" flokkur sem Guðmundur mun stofna, vænti ég. Hann hlýtur að byrja á því að fá Gnarrinn með sér í lið. Báðir eiga þeir jú eitt sameiginlegt.: Að vilja gera eitthvað. Munurinn á Guðmundi og Gnarrinum er hins vegar sá að Gnarrinn veit að hann vill gera eitthvað fyrir róna, en Guðmundur hefur ekki hugmynd um hvaða eitthvað hann vill gera. Gnarrinn telur sjálfan sig heldur ekki ómissandi og  ber að virða hann fyrir það. Guðmundur telur hins vegar að Ísland geti ekki án hans visku verið í pólitík. Íslensk pólitík er orðin þvílíkur Hrunadans Café Latte lepjandi pabbadrengja og menningarelítunnar í 101 að venjulegu fólki er farið að sundla af vitleysunni. Það er að minnsta kosti ljóst, að ef fram fer sem horfir með þennan blessaða Guðmund, verða trauðla fleiri forsætisráðherrar úr hans ætt. 

Halldór Egill Guðnason, 24.8.2011 kl. 02:31

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Meinfyndið en satt.  Ég vona bara að Guðmundi auðnist að finna sér "eitthvað" annað að gera en að gera "eitthvað" fyrir okkur. 

Það er vitnisburður um jartengingu stráksins að hann telji sig hafa nægilegt fylgi, forystuhæfileika og málstað til að stofna stjórmála"afl". 

Maður er eiginlega skellihlæjandi, svona inni í sér. Þetta er farið að verða hin besta skemmtun allt saman.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.8.2011 kl. 02:59

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Já Jón Steinar.: Þetta er að verða hin besta skemmtun, en á sama tíma einhver versti horror, sem yfir landslýð mun ganga. Sjálfumglaðir stjórnmlamaenn eru sennilega það síðasta sem við þurfum á að halda, nú til dags. Talandi um spjátrunga........Steingrímsson.........................

Halldór Egill Guðnason, 24.8.2011 kl. 04:40

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála ykkur hér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.8.2011 kl. 11:15

5 Smámynd: Haraldur Hansson

Þakka innlitið og athugasemdirnar.

Ég heyrði Steingrímsson skýra mál sitt í Kastljósi. Allt bar það að sama brusselska brunninum. Það sem hann sagði um Sambandið benti til þess að það sé talsverður Birtíngur í honum (sbr. færsluna hér á undan).

Haraldur Hansson, 24.8.2011 kl. 22:00

6 Smámynd: Gústaf Níelsson

Fjölmiðlar héldu vart vatni yfir brotthvarfi Guðmundar úr framsókn. Var engu líkara en að guð almáttugur hefði yfirgefið flokkinn, svo ákafur var fréttaflutningurinn

En hvers lags fjölmiðlun er þetta eiginlega. Er fjölmiðlafólki ekki ljóst að Guðmundur þessi er pólitískt nóboddý, sem heldur að stjórnmálaflokkur sé eins og hver önnur hljómsveit þar sem menn taka ákvarðanir sameiginlega, en hann upplýsti í sjónvarpi að hann hefði starfað í einni slíkri um langt skeið með svoleiðis verklagi.

Veit einhver hvað grúppan heitir?

Gústaf Níelsson, 24.8.2011 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband