28.7.2011 | 16:44
Rotin, spillt eða skemmd
Nú er bannað að halda kökubasar nema bakkelsið sé framleitt í viðurkenndu eldhúsi". Húsmæður, sem af myndarskap hafa bakað í þágu góðra mála, mega ekki lengur baka heima hjá sér. Eldhúsin þeirra eru ekki "viðurkennd".
Það er eitthvað bogið við þetta.
Konur (og stöku karlar), sem baka til að gefa, framleiða góðgætið í eldhúsinu heima, sem er reglulega þrifið með Cillit Bang. Þar er rennandi vatn, kæliskápur, hrærivél og bakaraofn. Hráefnin eru þau sömu og notuð yrðu þótt taka þyrfti viðurkennt eldhús" á leigu fyrir baksturinn.
Lög um matvæli eiga að tryggja gæði, öryggi og hollustu matvæla. Þar segir að óheimilt sé að markaðssetja matvæli" sem eru heilsuspillandi eða óhæf til neyslu vegna mengunar eða vegna þess að þau eru rotin, spillt eða skemmd."
Ég nennti ekki að lesa lögin staf fyrir staf til að finna forsendur fyrir banninu, en þær eru eflaust þar.
Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir eiga að annast eftirlit. Lögin eru yfirgripsmikil og miðast við fyrirtæki í matvælaframleiðslu á öllum stigum. Ekki kemur á óvart að vísað er í fjölmargar gerðir Evrópusambandsins í lögunum. Stór lagabreyting sem tók gildi 1. mars 2010 er samkvæmt bandormi frá Brussel.
Er það ekki einmitt vandamálið?
Heildarlöggjöf sem á að passa upp á alla sölu og framleiðslu matvæla í fjölmörgum löndum leiðir af sér bann við bakkelsi í heimahúsum. Klukkutíma kökubasar er settur undir sama hatt og fjölþjóðleg verslunarkeðja. Lítil fjáröflun í góðgerðarskyni lýtur sömu reglum og atvinnurekstur í hagnaðarskyni.
Mig grunar að bannið sé bjánaleg hliðarverkun. Risavaxið skrifræðisbatterí stígur á lággróðurinn án þess að taka eftir því.
Múffu-mömmurnar á Akureyri geta komist framhjá lögunum með því að bjóða bakkelsið gefins og hafa söfnunarkassa á staðnum. Þeir sem fá gefins múffur setja örugglega nokkra hundraðkalla í kassann til að styrkja gott málefni.
Múffurnar lutu í lægra haldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fyrst voru það "óviðurkenndar" bognar gúrkur
. . svo voru það "óviðurkenndir" bananar
. . svo voru það "óviðurkenndu" sláturhúsin
. . svo voru það "viðurkenndu" ljósaperurnar.
Og svo eru það "óviðurkenndu" eldhúsin
. . svo eru það "óviðurkenndu" stjórnmálin
. . svo eru það "viðurkenndu" skoðanirnar
. . og um það bil 100 þúsund aðrir "óviðurkenndir" hlutar lífs þíns.
Svo er ekkert eftir nema þú.
Þú ert næstur, þinn óviðurkenndi maður, Haraldur minn.
Legðu nú niður sjálfan, væni minn, þig og gakktu í Evrópusambandið.
Austrið kallar á ný . . . aftur og aftur . .
Gunnar Rögnvaldsson, 28.7.2011 kl. 20:03
Er þetta nokkuð eins hræðilegt og þú vilt vera láta? Er ekki bara ágætt ef verið er að vernda hinn endanlega neytanda? Matareitrun er ekkert grín, þó ég sé viss um að almennt sé ágætlega staðið að hreinlætismálum hjá þeim sem baka fyrir góðgerðarsamtök í fjáröflunarskyni.
Og geta basarkonur og aðrir í svipuðum sporum ekki bara fengið þessa viðurkenningu á eldhúsum sínum? Hve mikinn eld og brennistein þurfa þær/þeir að vaða til að fá þannig vottun?
Eða er eftirlitsleysið á öllum sviðum, sem tröllreið hér öllu, kannski betri leið? Benda atburðirnir á haustmánuðum 2008 hér á landi til þess? Sem við erum reyndar enn að súpa seyðið af og ekki sér fyrir endann á þeim hörmungum.Theódór Norðkvist, 28.7.2011 kl. 20:08
Ef við erum undir stjórn sameiginlegra Evrópuríkja- til hvers i FJ. ERUM VIÐ ÞÁ MEÐ ALÞINGI YFIRLEITT ?
Eg veit að við konur megum ekki baka heima hjá okkur- en flest Hótel íslands eru á undanþágu vegna - hreynlætis, m.a.
kv
Erla Magna
Erla Magna Alexandersdóttir, 28.7.2011 kl. 20:44
Afhverju er verið að blanda ESB í þessa umræðu þegar þetta er bara eitthvað valdarúnk hjá einum heilbrigðisfulltrúa á Akureyri. Maður tekur reglugerðarfarganið full alvarlega.
Sigurður Sigurðsson, 28.7.2011 kl. 22:18
Þessi vitlausa reglugerð,er gjörsamlega út í hött.Fólk getur ekki farið í heimsókn til vina og kunningja,og þegið þar veitingar hjá húsmóðurinni nema hún sé með vottað eldhús.-Er ég var ungur,var ég í sveit.En þar torfbær,og voru hlóðir og við þeim voru kjötlæri til reykinga.Eðlilega var mikið að skordýrum á sveimi.Ekki var neinum meint af að lifa slíku lífi.-Allt þetta hreinlætisrugl,er einungis til að fólk,og þá aðallega börn,hafa ofnæmi fyrir öllu,og veikjast aftur og aftur af einhverjum óárin,sem má ef til vill rekja til ofmikið hreinlæti.
Ingvi Rúnar Einarsson, 28.7.2011 kl. 22:44
Það hefur löngum verið svo að íslenskir embættismenn og eftirlitsstofnanir sem mörgum hefur verið komið á koppinn eftir kröfum og reglugerðum EES, hafa verið mun kaþólskari en sjálfur páfinn, eins og stundum er sagt þegar menn eru enn fastari fyrir við að farið sé nákvæmlega, án tillits til nokkurs annars, nema ítrustu reglunum.
Þannig eru margar þessar stofnanir og starfsmenn þeirra gangast upp í þessari vitleysu, því miður til mikilla óþurftar fyrir íslenskt atvinnulíf.
Það að fylgja öllum ströngustu reglum og helst geta bannð allt sem ekki er hægt að finna að sé leyft sérstaklega í lögum, gerir þessar stofnanir meira gildandi og starfsmennina að eigin mati mikilvægari. Það er í því að þvælast nógu mikið fyrir með regluverkið að vopni með vísan til Páfans sjálfs, sem er ESB í þeirra tilviki !
Ég man þegar ég starfaði til margra ára í sjávarútveginum á Íslandi og eftir að við gengum í EES fóru að koma alls konar kröfur um þetta og hitt. Sumt af þess var að vísu nokkuð til bóta en annað var fáránlegt og ekkert annað en sóun á tíma og fjármunum.
Þegar maður fór svo sjálfur að skoða fiskiðnað sumra ríkja sem verið höfðu í áraraðir í ESB eins og Bretlands og Frakklands, þá sá maður að þeir voru jafnvel áratugum á eftir okkur í meðferð sjávarfangs, tæknilega og í almennu hreinlæti og ýmsu öðru.
Til dæmis man ég að við íslendingarnir urðum forviða þegar við sáum Englendingana í illa upplýstum skúrum sem voru með handónýt gólf, með algerlega ófullnægjandi niðurföllum og gófin og uppá veggi voru full af sýklum og illa lyktandi af langvarandi sóðaskap. Þarna voru þeir svo að handflaka þorsk á spítuborðum sem voru gegnsósa af vökva og sýklum. Flökin röðuð þeir svo ofan í sóðalega trékassa.
Þá hafði Bretland verið aðili að ESB í áratugi. Hvar voru reglurnar þar ?
Svipað var uppá teningnum í Frakklandi, þar voru sjómenn að landa fiski í trékössum, löngu eftir að við íslendingar vorum farnir að nota plastkassa eða kör við að geyma og landa fiski í.
Ég held að EES samningurinn hafi verið ein stórfelld mistök. Við höfðum nær allar þessar tollaívilnanir við bandalagið með tvíhliða samningi sem hét "Bókun 6" og hafði reynst okkur vel.
Það hefði verið miklu nær að bæta við þann samning, þar sem við réðum ferðinni, frekar en að ganga þessum bastarði EES á hönd !
ESB aðild kemur að sjálfssögðu ekki til greina, allra síst nú þegar ESB/EVRU svæðið logar stafnana á milli og víða er algjör upplausn og nánast neyðarástand.
Síðan eru einu lausnir þessa miðstýrða valdaapparats þær að notfæra sér upplausnina og vandann með því að steypa þessu nú öllu saman í eitt stórt miðstýrt Stórríki einskonar Sovétríki Evrópu.
Möppudýrin og aðallinn í Brussel á bara eftir að finna leið til þess að hinn almenni borgari verði aldrei spurður neitt um hans álit á þessu máli frekar en öðru.
Alveg eins og gert var með Lissabon sáttmálann og því valdaafsali og lýðræðisleysi sem þar var formlega sett í lög, Elítu sambandsins til sjálfsupphafningar og dýrðar !
Gunnlaugur I., 29.7.2011 kl. 10:22
Lýsingu þína um flökunnaraðstöðu við fiskmarkaðina tek ég undir.-Ég fór á matsölustað ,sem var ætlaður vinnandi Spánverja(starfsmenn í skipasmíðastöð.Er ég kom til að fá mér eitthvað að éta,óskaði ég eftir matseðli.Kokkurinn(sem var bústin kona)kallaði í mig inn í eldhús og benti á nokkra potta.Í þessum pottum voru hinir ýmsu réttur dagsins.Nú valdi einn rétt og fór síðan fram í borðsalinn,sem var með löngum tréborðum og trébékkjum.Það voru menn við öll borð.Mér var bent á hvar ég mætti sitja.Þjónustustúlkan þurrkaði brauðmylsnur út af borðinu niður á gólfið.-Maturinn var góður,ég kom oft á þennan stað eftir þetta.Valdi það frekar en að fara í þangað,en í mat á fínu hóteli,sem ég bjó á.-Svo að ég snúi mér til Ísland,þá vildi ég spyrja embættismennina.Verður ekki að stöðva það að hinir og þessir eru að bjóða upp á grillaðar pylsur við alskonar mannamót.
Ingvi Rúnar Einarsson, 29.7.2011 kl. 11:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.