Hrói Höttur: „Hættið allri skattheimtu“

robin_hoodHrói snýr heim ásamt þjóni sínum eftir áralanga fjarveru í Landinu helga þar sem þeir börðust fyrir konung. Það hefur mikið breyst í Skírisskógi og allt til hins verra.

Fólk lifir í ótta við nýja fógetann, sem innheimtir skatta af hörku. Sá fyrsti sem gefur sig á tal við þá við komuna heim til Locksley segir „við erum skattpínd til að standa straum af stríðsrekstrinum í Landinu helga".

robin_hood_sheriffHróa blöskrar óttinn og örbirgðin og heldur rakleitt til Nottingham. Þar blasir við sár fátækt og markaðurinn er ekki skugginn af sjálfum sér.

Hrói fer á fund fógeta, sem ræðir við rukkara sína um þörf konungs fyrir auknar skatttekjur og krefst enn harðari innheimtu.

 

Orðaskipti Hróa og fógetans byrja þannig:


Hrói: Hættið allri skattheimtu. Í dag.

Fógeti (glottandi): Skemmtilegt.

Hrói: Ég er ekki að spauga. Það er markaðsdagur í dag og þó er enginn markaður.

Fógeti: Og hvað áttu við með því?

Hrói: Ef maður framleiðir meira en hann þarf til að framfleyta sér og fjölskyldunni fer hann með afganginn á markaðinn. Hann skiptir á varningi og skírið tekur sinn skerf.
En þar til svo er, verðum við að hjálpa öllum að sjá fyrir fjölskyldum sínum. Koma viðskiptunum á að nýju.

Fógeti: Sá sem sér fyrir fjölskyldu sinni verður værukær og latur. Hann vill ekki vinna. Við þurfum soltna menn.
Okkar göfugi vinur virðist gleyma því að soltnir menn eru dyggðugir.
 

robin-hood-merrymenSamtalið er úr þættinum Will you tollerate this? sem er sá fyrsti í þáttaröð BBC um Robin frá Locksley, jarlinn af Huntington. Í framhaldi af deilum sínum við fógetann var hann gerður útlægur og varð þekktur sem Robin Hood, eða Hrói Höttur leiðtogi útlaganna og bjargvættur alþýðunnar.

Þetta var árið 1192. Skyldi Hrói eiga sér skoðanasystkin nú, 819 árum síðar?

 


mbl.is Hærri skattar skila sér lítið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

... og hver er fógetinn?!

Jón Valur Jensson, 28.7.2011 kl. 02:26

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Steingrímur, gefðu þig fram!

Jón Valur Jensson, 28.7.2011 kl. 02:27

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Hver verður næsti Hrói höttur, og hvar!

Eyjólfur G Svavarsson, 28.7.2011 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband