22.7.2011 | 08:32
Glansmyndir og grámygla
Það er hægt að láta allt líta vel út á glansmynd, jafnvel peningamarkaðsbréf Landsbankans. En svo bankaði sannleikurinn uppá. Í grámyglu hversdagsins rýrnaði „100% öruggur sparnaður" um þriðjung á einni nóttu.
Meðan grunnur var lagður að Efnahags- og myntbandalaginu, leit nýja evru-myntin vel út. Á glansmynd. En svo kom hún og í grámyglu hversdagsins breyttist hún í myllustein um háls skapara síns.
Rifjum upp hvað Horst Köhler sagði 1992. Þá var hann fjármálaráherra og síðar forseti Þýskalands:
It will not be the case that the south will get the so-called wealthy states to pay. Because then Europe would fall apart. There is a ‘no bail out rule', which means that if one state by its own making increases its deficits, then neither the community nor any member states is obliged to help this state.
- Horst Köhler, apríl 1992.
Fullyrðingin um „enga björgunarpakka" reyndist röng. Fullyrðingin um að stöndugri ríkin greiði ekki fyrir suðrið reyndist röng. Samkvæmt Köhler mun Evrópusambandið nú leysast upp. ESB verður að halda í vonina um að hann hafi rangt fyrir sér um það líka.
Það tók Grikki aðeins 10 evru-ár að keyra sig í þrot. Nú tekur við 30 ára fjölþjóðlegt átak til að reyna að vinda ofan af ruglinu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.