21.7.2011 | 00:04
Áskorun: FÓRNUM FULLVELDINU
Emma Bonino var orðin hálfgerður Íslandsvinur á sínum tíma. Misserum saman var hún reglulega í fréttum íslenskra fjölmiðla meðan EES samningurinn var aðal málið. Gott ef Jón Baldvin drakk ekki þrjá bolla að café latte með henni á fundi í Brussel ´93.
Emma á sæti á ítalska þinginu, en var áður í æðstu stjórn ESB sem kommissar neytenda- og sjávarútvegsmála. Nú hefur hún ritað grein sem er áskorun til þegna Evrópuríkisins. Um leið er hún kröftug aðvörun til okkar hinna, sem blessunarlega erum utan hættusvæðisins. Greinin birtist víða, m.a. í Mogganum og hér (á ensku).
Greinina ritar hún í félagi við Marco De Andreis, sem er fyrrum embættismaður ESB. Hún hefst á orðunum Ítalía hefur nú smitast af evrusjúkdómnum" sem þau kalla faraldur". Meðal áhugaverðra atriða er þetta:
- Samstarf fullvalda ríkja hefur augljóslega brugðist.
- Skuldakrísan er tækifæri fyrir frekari samruna.
- Ekkert myntbandalag hefur heppnast án pólitískrar sameiningar.
- Ríki í vexti greiði hærri gjöld en hin.
- Verði aðildarríkin fullvalda er úti um evruna.
- Endurheimti ríkin völd sín er tilvist Evrópusambandsins í hættu.
- Ríkin gangi lengra í að afsala sér fullveldi.
- Stofna fjármálaráðuneyti Evrópu.
- Evrópskur fastaher yrði sá næststærsti í heimi.
- Fleiri valdsvið verði færð til Brussel.
Þau vilja stíga Lissabon-skrefið til fulls og breyta ESB formlega úr sambandi sjálfstæðra ríkja í eitt sjálfstætt sambandsríki. Angela Merkel, Nicolas Sarkozy, Jean Claude Trichet og fleiri hafa talað á svipuðum nótum.
Emma og Marco leggja til að slagorð á latínu, um að af mörgum verði einn" skuli standa á öllum evruseðlum til að undirstrika að pólitísk sameining Evrópu er nauðsynleg til að tryggja að evran haldi velli."
Skýrara verður það tæpast: Fórnum fullveldinu og björgum evrunni. Svo þar höfum við það frá Íslandsvininum Emmu. Hefur einhver áhuga? Virkilega?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.