8.7.2011 | 12:48
Já! Hversu sjúkt er þetta?
Háskólinn í Northampton í Englandi hefur verið sektaður um 10,5 milljónir króna (56.477 pund). Hvaða lögbrot getur skóli framið sem er svo alvarlegt að hann þurfi að borga yfir 10 milljónir í sekt?
Það er ekki lögreglan sem sektar. Og ekki var sektin ákveðin af dómstólum. Nei, það er Evrópusambandið sem dæmir og sektar. "Glæpurinn" er að skólinn lét undir höfuð leggjast að draga fána ESB að húni.
Fréttin er hér, takið eftir upplýsingum í bláa rammanum. Hún er líka hér.
Sjóður á vegum Evrópusambandsins (ERDF) veitir fjármunum til ýmiss konar verkefna og í staðinn er þess krafist að móttakendur "þakki fyrir sig" og flaggi tólf-stjörnu-fánanum eða birti merki Sambandsins. Skólinn hafði fengið fjárframlög vegna endurnýjunar á búnaði, en gleymdi að flagga.
Það er í sjálfu sér nógu bilað að stofnun, sem er fjármögnuð af aðildarríkjunum, sinni ekki verkefnum sínum nema að fá auglýsingu í staðinn. En að sekta skóla um 10 milljónir fyrir að gleyma að flagga! Já, svona er þetta.
Sektirnar eru egó-flipp-skattur möppudýranna í Brussel og í þeim er "ekki gramm af heilbrigðri skynsemi" segir þingmaðurinn Michael Ellis, sem kallar möppudýrin "dictocrats"
Athugasemdir
Mjög!
Guðmundur Ásgeirsson, 8.7.2011 kl. 12:58
Já hversu sjúkt er þetta hjá ESB "dictocratíunni" ?
Er nema von að þú spurjir !
Verða næstu tilskipanir þessarar upphöfnu "Dictocratíu" að skólar og sjúkrahús og bæjarskrifstofur og aðrar opinberar stofnanir skuli hafa uppi borðalagðar myndir af helstu silkikhúfum þessa apparats, eins og þeim kumpánunum sem enginn kaus, þeim Barrasso og Von Roumpey.
Eða kannski verða þeir líka að reisa stórar bronsstyttur af þessum sjálfsupphöfnu mikilmennum Evrópskrar Alþýðu.
Stalín er ekki hér ?
Eða hvað ?
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 14:29
Ef ég skil fréttina rétt þáði umræddur háskóli 2,4 milljónir punda (rúmlega 445 milljónir) í styrk úr sjóðum Evrópusambandsins með ákveðnum skilyrðum. Meðal skilyrða var að setja upp merki sambandsins á skilti fyrir framan skólabygginguna. Ekki var staðið við öll skilyrði fyrir styrkveitingunni og var skólanum því gert að endurgreiða u.þ.b. 2,4% af upphæðinni. Sé nú ekkert sérlega sjúkt við það, hvað þá Stalínískt. Eða hvað?
Aðalsteinn Þórarinsson (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 16:21
@ Aðalsteinn Þórarinsson -
Nei þú getur ekki séð neitt athugavert við þessa hrokafullu sektargreiðslu, eða til hvers svona andlitslaus vald-hroakaapparöt geta leitt !
Þú ættir kannski að skoða það er í raun Breskur almenningur sem leggur alla þessa fjármuni til en ekki einhverjir ESB sjóðsstjórar af því að Breskir skattgreiðendurleggja miklu meira til ESB apparatsins með skattgreiðslum sínum heldur en hann fær síðan nokkurn tímann til baka í svona ölmusu styrkjum frá þessu valdaapparati.
Þess vegna ætti þarna frekar að vera minnismerki um Breskan almenning sem hefur með blóði svita og tárum greitt þessa fjármuni til þessa annars ágæta háskóla.
Ég veit að Jóhannes í Bónus styrkti fullt af góðgerðarfélögum og líknarstafssemi þegar hann var sem öflugastur í íslensku atvinnulífi.
Hann var samt ekki svo ósmekklegur og hégómlegur að krefjast þess að styrkþegarnir auglýstu hann með gula BÓNUS grísafánanum sínum framan við sjúkraheimilin, skólana eða skrifstofur þessara félagasamtaka sem hann og félag hans styrkti !
Hvað þá að hann teldi sig þess umkominn út fyrir allan lög og rétt að beita þessa aðila sektum eða öðrum viðurlögum.
Þetta litla dæmi og reyndar fjölda mörg önnur lýsia aðeins uppskrúfuðum hégóma og sjálfsupphafningu þessa ómennska skrifræðis "Dictocratí" apparati ESB Elítunnar í reynd !
Er furða að mikill meirihluti Breta vill nú segja algerlega skilið við þetta handónýta stjórnsýsluapparat sem heitir ESB !
Á sama tíma halda íslensk stjórnvöld ESB umsókninni til streitu á andstöðu við stærstan hluta þjóðarinnar !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 18:30
Þetta er nú það lægsta sem ég hef heyrt. getur verið að einhver hér vilji ESB og erum við þá ekki komnir með margar sektir vegna allra þessara styrkja sem við höfum tekið á móti.
Valdimar Samúelsson, 8.7.2011 kl. 18:38
Uggvænlegur forboði um ubernationalismann sem vex stöðugt hjá ESB elítunni með fánahyllingum og "þjóðsögsspili." Við setningu ESB þings þurfa allir að lýsa yfir hollustu og standa á fætur þegar 9. symfónían er spiluð. Úti hleypri Eurocorps af skotum og dregur fánann að húni með herveldislegu skikki.
Fánabrjálæðið var svipað hjá Nasistum, enda eiga þessir ekki langt að sækja ídeólógíuna.
Die Fahne hoch!
Die Reihen dicht geschlossen!
SA marschiert
Mit ruhig festem Schritt
|: Kam'raden, die Rotfront
Und Reaktion erschossen,
Marschier'n im Geist
In unser'n Reihen mit
Jón Steinar Ragnarsson, 8.7.2011 kl. 19:05
Verður skylda að hafa líkklæðin utan um sig, með ESB-fána, þegar maður er sigraður af "réttlæti" íslands-AGS-ESB-stjórninni? Hver ætlar að borga fyrir þau dýru líkklæði? Þessi mafía heimspólitíkurinnar finnur sér alltaf leiðir til að búa til innistæðulausan ræningja-auð til að rukka háar fjárhæðir frá saklausu fólki!
Fólk fær á endanum ekki einu sinni að deyja, án þess að þjóðir þurfi að borga fyrir dauðan með peningum!
Ég get ekki að því gert, hvað ég er kaldranalega háðsk í athugasemdinni, en það er ástæða fyrir háðinu, og byggist á raunveruleikanum í stjórnsýslu-skyldu-skipunum í "réttarkerfi" AGS-ESB-einráða-réttinum svikula. Þetta gildir reyndar að sjálfsögðu út fyrir ESB-veldið!
Fólk verður bara að skilja þessa staðreynd, ef heimsréttlætið á ekki að fara í ómettandi gin ræningja-svikabanka heimsins. Það er engu að tapa lengur, en allt að vinna, ef fólk þorir að trúa sannleikanum, og berjast fyrir réttlæti almennings í þessum heimi! Þetta er ekki sér-íslenskt vandamál, heldur heimsvandamál!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.7.2011 kl. 20:17
Var að lesa það í dönskum blöðum að komin er fram tillaga um að búningar landsliða ESB-landa skuli merktir fána ESB og hann skuli jafnan dreginn að hún við meiriháttar íþróttaviðburði s.s. landsleiki! Næst kemur krafa um landslið ESB verði valið! Rugludallalið!
Ragnar Eiriksson (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 21:16
Þakka ykkur innlitið og athugasemdirnar.
Það sem er sjúkt við þetta er ekki endilega fjárhæðin heldur sú hugmynd að beita sektum. Að þegar aðildarríki fá framlög úr sínum eigin sjóðum skuli embættismenn láta eins og þeir séu að gera fólki stóran greiða - og kalla það styrk.
Svo þarf fólk að hneigja sig í auðmýkt og segja takk. Ef þú gleymir að hneigja þig færðu sekt. Það er firring af verstu sort.
Þetta með skólann var bara eitt dæmi. Þau eru mörg og sum miklu verri.
Haraldur Hansson, 10.7.2011 kl. 00:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.